Jæja, svo að Tommi litli ákvað að koma með sína eigin bloggsíðu þar sem að hálfvitarnir á bumbunum nenna aldrei að blogga sjálfir. Þetta er jú eitt lítið skref í að skipta um lífsstíl og kúpla sig frá gömlum drykkjufélögum, nei djók. En þó, Tomminn er jú hættur að drekka og má ekki við að hanga í kringum svona sífullan lýð.
Annars er bara allt slæmt að frétta af kallinum. Maðurinn er búinn að klúðra öllum sínum málum í sumar og útlitið ekki bjart fyrir Tommann. Hann lenti allharkalega á jörðinni í kringum 15 ágúst og fór að hugsa aðeins sinn gang og hvað hann ætlar sér í lífinu og komst að þeirri niðurstöðu að hann var svo sannarlega ekki á réttri leið. Og nú er svo komið fyrir Tommanum að hann er lentur á botninum og eina leiðin er upp. Vil ég nú biðjast fyrirgefningar á hegðun minni og alla þá sem ég valdið svo miklum vonbrigðum, þið vitið hver þið eruð.
En eins og máltækið segir þá er batnandi manni best að lifa og fyrsta skrefið hjá Tomma titt er að hætta öllu ölþambi og reyna að standa sig í skólanum. Afgangurinn verður bara að koma í ljós
Þangað til næst…..