Jebb, haldiði að Tomminn hafi

Jebb, haldiði að Tomminn hafi bara ekki skellt sér á AA fund í kvöld. Þetta var bara svona líka helvíti fínt og gerir manni ekkert nema gott og ekkert nema gott um það að segja. Kvöldið byrjaði á að Tomminn var búinn að mæla sér mót við Hörð æskuvin sinn til að ræða um sín mál. Jú jú Tomminn og Hrottinn hittast á Kaffibrennslunni yfir kaffibolla og taka spjall saman, Tomminn fer eitthvað að minnast á að koma með Hrottanum á AA fundi og þá dregur Hrottinn hann bara á AA fund sem átti að hefjast eftir 10 mín. Jú Tomminn skellir sér og þetta var bara helvíti fínt. Annað lítið skref sem Tomminn tekur í átt að betra lífi.

Ég heyrði nokkuð merkilega litla sögu á þessum fundi sem ég ætla að leyfa mér að hafa eftir hérna, aðallega af því að hún höfðar svolítið til mín og þeirra breytinga sem ég þarf að ganga í gegnum til að vera húsum hæfur aftur. Og hér kemur hún:

Ég kann að mála, ég veit hvar ég á að sparsla og ég veit hvaða lit ég vil hafa á herberginu mínu og ég er oft að hugsa um að fara að mála herbergið mitt. Búinn að liggja yfir litaprufum, búinn að sparsla í allar sprungur og ég veit vel að ég kann að mála og get gert það nokkuð vel. Ég fer út í búð og kaupi mér pensla og málningu og fer heim með það. Ég hugsa um að fara að byrja á þessu…..

En það gerist ekkert fyrr en ég tek helvítis pensilinn, dýfi honum ofan í málningarfötuna og klíni sullinu á vegginn að herbergið skiptir um lit.

Það er semsagt ekki nóg að hugsa um að bæta sig og gera svo ekkert í því og Tomminn hefur oft staðið sig að því að vera að hugsa um að bæta sig en aldrei gert neitt í því. En loksins núna hefur Tomminn tekið fyrstu skrefin í þá átt að fara að bæta sig og vonandi fyrir gamla kallinn að það takist. Þess vegna höfðar þessi litla saga til mín.

Jamm, svo að Tommi litli ætlar að halda áfram að mæta á AA fundi í vetur og ég ÆTLA að standa mig, ég er hvort eð er hundleiðinlegur fullur þannig að það er ekki mikill missir fyrir ykkur, er yfirleitt sofnaður fyrir miðnætti hrmpf hehe.

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s