Jebb, það er alltaf jafn gaman að blogga í vinnunni þegar það er lítið að gera. Mansteftir Júnæted a.k.a besta lið í heimi tekur á móti Úlfahampton Undrerers í kvöld á Gömlu Torfunni á Mansteftir og verður vonandi mikil skemmtun fyrir Júnæted hunda eins og sjálfan mig. Flestir eru að búast við stórsigsi Mansteftir manna en sjálfur reikna ég nú með Úlfunum brjáluðum og baráttuglöðum eftir frekar dapra byrjun í deildinni. Þannig að mín spá er 2-1 fyrir Júnæted og það verða Úlfarnir sem skora fyrsta markið á fyrstu 20 mínútunum og liggja svo í vörn og staðan í hálfleik verður 0-1. En þeir ná ekki að halda út allan leikin og hinn kjálkastóri Rútur Nístilroj jafnar á 70+ mínútu og hinn ungi Rögnvaldur mun skora sigurmarkið við mikinn fögnuð heimamanna á 80+ mínútu. Þetta er spá Tommans og verður gaman að sjá hvort hún rætist hehehe.
Þangað til næst…..