SNIIIIIIIIIILLD er orðið yfir það sem ég var að upplifa rétt í þessu. Tomminn var semsagt að koma af tónleikum með hinni stórgóðu sveit Foo Fighters í höllinni og þetta var ROOOOOOSALEGT eins og Bubbi nokkur Mortens hefði orðað þetta. Tomminn var mættur í röðina kl. 18:26 og þá var góður slatti af liði fyrir framan okkur. Húsið opnaði kl 19:00 og ég og Gaui komum okkur fyrir upp í stúku fyrir miðju og biðum með mikilli eftirvæntingu. Vínill voru fyrstir á sviðið og voru mættir þangað um átta leytið. Þeir spiluðu nokkur lög og stóðu sig bara ágætlega. Svo þegar þeir voru búnir að ljúka sér af mætti hljómsveit sem hét held ég My monthly jacket eða eitthvað svoleiðis og spiluðu eitthvað Zeppelin rokk og voru bara nokkuð þéttir. Svo var röðin komin að Foo Fighters, þeir létu bíða svolítið eftir sér en biðin var svooo þess virði. Lýðurinn trylltist þegar Dave Grohl mætti á sviðið, hann mætti bara einn og sagði lýðnum frá því þegar hann í gærkvöldi var að borða á Stokkseyri og heyrði þá tónlist úr nálægum bílskúr. Hann fer á stúfana og sér þá einhverja unglinga hljómsveit vera að æfa sig. Grohlarinn fer þá bara að djamma með þeim og bíður þeim svo að taka eitt lag á stóru tónleikunum. Pæliði í því að vera að æfa sig með hljómsveitinni sinni og svo mætir Dave Grohl bara á svæðið og vill djamma með manni. Þetta gerist bara í ævintýrunum. En þessi unga sveit frá Stokkseyri sem ég veit reyndar ekki hvað heitir tók eitt lag á undan Foo Fighters og maður verður bara að taka ofan fyrir þeim.
En svo byrjaði snilldin. All my life var fyrsta lagið og Tomminn fékk gæsahúð um allan kroppinn og tísti eins og smástelpa hrmpf hehe roðn. Síðan kom hver slagarinn á fætur öðrum, Times like these og fleiri þekkt lög. Þeir spiluðu lög af öllum diskunum sínum og var mjög gaman að heyra For all the cows og Breakout og fleiri snilldar slagara. Maður sat bara í stúkunni í losti yfir þessu. Svo enduðu þeir á Everlong og aftur var maður farinn að garga eins og smástelpa 🙂
Þessir tónleikar fara tvímælalaust í annað sæti yfir bestu tónleika sem Tomminn hefur mætt á. Jamm þeir ná ekki að skáka Rage against the machine tónleikunum í Kaplakrika ’94 þar sem Rageararnir fóru á kostum. Það voru rosa tónleikar. En Foo Fighters fara uppfyrir Rammstein tónleikana 2001 sem voru allsvakalegir líka.
Semsagt algjör snilld og þið þarna sem voruð heima að prjóna eða hvað sem þið voruð að gera misstuð sko af miklu. Svekk fyrir ykkur
Þangað til næst…..