Doh
Enn ein leiðinda edrú helgin að renna upp og aumingja Tomminn ætlar bara að vinna alla helgina. Ekki mikið að gerast á þeim bænum nema kannski bara bíóferð í mesta lagi. Sáþhamptonn spilar við Mansteftir Júnæted á Seint Marís um helgina og Evertonn spilar við Lifrapollinn í hörku 0-0 slag líklegast. Húlla til mikillar gleði líklegast.
En þetta kemur allt saman í ljós á morgun og hinn.
Ótrúlegur atburður átti sér stað í dag. Það kom pistill á bumburnar í dag. Alveg ótrúlegt og hefur Tomminn nú hringt í lifandi tækni og vísindi og látið vita af þessum sérkennilega atburð sem átti sér stað föstudaginn 29 ágúst 2003. Þeir ætla að ganga í málið og rannsaka þetta.
Járni G-strengur vinur minn er ekki sáttur þessa dagana með gengi sinna manna og ef Lifrapollurinn stendur ekki undir væntingum á morgun þá fer hann líklegast að halda með Huddersfield Town.
En svona er þetta bara.
Þangað til næst…..