Rugl dagsins er: Hávaðamengun í

Rugl dagsins er: Hávaðamengun í Grafarholtinu. Mikið hefur verið kvartað undan hávaða í Grafarholtinu undanfarið. Lögreglan fór á stúfana og kom þá ýmislegt í ljós. Hávaðamengunarvaldurinn reyndist vera gamall sjóari með hamar sem barði statt og stöðugt í allar bárujárnsplötur sem hann fann, aðspurður sagðist hann vera að láta skipstjórann vita af lélegu aflamarki, eins og tíðkaðist á “síðunni” í gamla daga. Lögreglan fjarlægði hamarinn og vistaði manninn á Hvammstanga. 🙂

Tomminn er kominn með sját át, þökk sé Járna sem reddaði þessu fyrir Tommann. Nú geta báðir lesendurnir látið Tommann heyra það þegar hann er að bulla einhverja vitleysu.

Tomminn fór í bolta í gær og hafði sigur úr bítum annað skiptið í röð, ellefu manns voru mættir og skilst mér núna að þrettán manns ætli sér að borga. Það er fínt því nú getum við fjárfest í nýjum vestum sem verða ekki bleik. Þeir sem mættu í gær voru Tomminn, Lauginn, G-strengurinn, Hallinn, Dabbi, Doddi af hinum föstu mönnum. Svo kom Siggi með tíuþúsund kall og auðvitað fékk hann að vera með. Egill vinur hans Ívars kom með tvo menn með sér og ætla þeir báðir að vera með, svo mætti Gaui litli sem gestur, en hann meiddi sig í bibbann og gat ekki verið allan tíman. Tomminn lofar að kaupa ný vesti mjög fljótlega, í þessari eða næstu viku.

Lið Tommans var þannig skipað að Halli, Tommi, Doddi, Atli, Dabbi og Jón Á, svo skipti Dabbi júdas yfir í hitt liðið. Honum hefur líklega langað til að tapa karlanganum. En eins og fram hefur komið þá sigraði lið Tommans með yfirburðum. Nú er bara að vona að Gæi nokkur Hadda geti farið að láta sjá sig því að síðustu tveir tímar sem Tomminn hefur mætt í hafa verið full rólegir og enginn Gæi til að rífast í.

Nú er semsagt fótboltahópurinn orðinn fullur og því miður ekki pláss fyrir fleiri að svo stöddu. Sjáum til hvort einhver slasi sig, sjö níu þrettán (bank á við) Við skulum nú samt vona að allir verði heilir, að minnsta kosti fram að áramótum.

Nú er bara málið að koma skoðunum ykkar beggja á framfæri og commenta á Tommann.

Þangað til næst…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s