Rugl dagsins er: Nakinn maður sást hlaupa niður Laugaveginn nú um hádegisbilið. Náðist hann ekki fyrr en á Hofsvallagötunni og kvaðst hann þá vera á leiðinni heim til sín, sagðist eiga heima á Hofsvallagötu 19 og heita Sigursteinn. Aðspurur um hátterni sitt kvaðst Sigursteinn vera að fagna endurkomu frelsarans um næstu helgi. 🙂
Tomminn fór annað kvöldið í röð í bolta og í þetta skiptið í Fylkishöllina. Átta manns mættu og það er eiginlega of lítið fyrir svona stórt hús. Tommagreyið var alveg búið á tímabili. Tomminn náði nú samt að standa uppi sem sigurvegari þriðja skiptið í röð og er Tomminn farinn að efast um að hann geti hreinlega tapað. (Smá djók til að æsa einn ákveðinn aðila aðeins upp fyrir næsta sunnudagstíma). Þetta var samt fínn bolti en Tomminn verður nú að viðurkenna að hann var svolítið lúinn eftir tímann og það er meira en að segja það að spila tvö kvöld í röð. En Tomminn ætlar nú samt að harka það af sér í vetur.
Svo er Tomminn búinn að kaupa sér kort í ræktinni og ætlar alvarlega að fara að taka á því. Er einmitt að fara núna á eftir með honum Járna g-streng og ætlum við að reyna að gera eitthvað af viti.
Helvítis Chel$ki. Þeir ætla bara að kaupa allt og alla og nýjasti meðlimurinn er Peter Kenyon Fjármálastjóri Man Utd. Svo er einhver leiðinda frétt um að hinn kjálkastóri Nistelrooy fylgi í kjölfarið. Mér er hreinlega bara hætt að lítast á blikuna. Ekki nóg með að selja Beckham og gera mann pirraðan út af því, þá þurftu þeir líka að selja Veron, og svo er farið að tala um Nistelrooy líka jesús minn. Það er ekki eins og þessum klúbb vanti seðla neeeeiii. Helvítis bull, ég hef reyndar litla trú á að Nistelrooy fari enda er hann aðal stjarnan á Old Trafford núna ásamt Giggs, Keane og Scholes. Ég held hreinlega að þessi Róni Abbababbovits ætti bara að fara að róa sig aðeins. Ég er nokkuð viss um að hann eigi eftir að fá leið á Chelsea eftir nokkur ár og skilja þá eftir með einhvern gígantískan launakostnað sem á eftir að setja þá á hausinn. Kannski er ég bara að vona það, hver veit.
Tomminn svaf yfir sig í morgun og missti af Stærðfræði tíma, sveiattann Tommi, skamm. Nú verður maður að fara að herða sig í að vakna. Mætti svo í Íslensku hjá spaugilegasta kennara skólans og komst að því að það var próf. En að sjálfsögðu klumbraði Tomminn sér í gegnum það eins og sönnum Grundfirðingi sæmir.
Jæja það er best að fara að drífa sig í Sorphúsið hehe, Jón er ábyggilega farinn að bíða.
Þangað til næst…..