Rugl dagsins er: Á skíðum

Rugl dagsins er: Á skíðum skemmti ég mér, hann Lubbi Blondkvist fór í fýluferð upp í Bláfjöll um helgina þar sem hann ætlaði á skíði, enginn var snjórinn þannig að Lubbi fór bara í berjamó.

Hún Rutla Soffasystir var með þetta skemmtilega próf. Fínt svona í morgunsárið aaiight.

Hér fyrir neðan eru 4 spurningar. Þú verður að svara strax.
Ekki gefa þér tíma .. svaraðu eins fljótt og þú getur.

Tilbúin?

BYRJA!!!

Fyrsta spurning: Þú ert þátttakandi í kappakstri. Þú tekur fram
úr bílnum í öðru sæti. Í hvaða sæti ertu?

Svar: Ef að þú svaraðir FYRSTA, þá hefurðu rangt fyrir þér.
Ef að þú tekur fram úr öðru sæti, þá ertu í öðru sæti.

Ekki klúðra næstu spurningu líka. Og ekki gefa þér
jafnlangan tíma og þú tókst þér í þeirri fyrstu.

Önnur spurning: Þú tekur fram úr bílnum í síðasta sæti. Þá ert þú í …
?

Svar: Ef að þú svaraðir næst-síðastur, þá hefurðu aftur rangt fyrir þér.
Segðu mér … hvernig er hægt að taka fram úr bílnum í SÍ?ASTA sæti.

Þarf aðeins að leiðrétta snillinginn sem fann upp þessar spurningar
svarið er : jú í 1.sæti þar sem þú ert að hringa síðasta bílinn!!!

Þú ert ekkert sérstaklega klár í þessu greinilega.

Mundu að nota bara hugann við næstu spurningu.
Enga vasatölvu eða neitt þessháttar, eða skrifa niður.

Þriðja spurning: Taktu 1000 og bættu 40 við. Bættu öðru 1000 við. Bættu
núna 30 við. Bættu núna 1000 við. Og núna 20 við. Núna öðru 1000. Og
núna 10 við.

Skrollaðu niður til að sjá svarið …

Fékkstu 5000? Rétta svarið er nefnilega 4100.

Þetta er greinilega ekki þinn dagur.

Kannski nærðu næstu spurningu. Mundu að hugsa hratt!!

Pabbi Maríu á fimm dætur: 1. Nana, 2. Nene, 3. Nini, 4. Nono, hvað
Heitir þá sú fimmta?

Svar: Nunu?

NEI!! Auðvitað ekki. Hún heitir María, lestu spurninguna aftur.

HAHAHA

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s