Rugl dagsins er: Tomminn þjáist af heilastíflu og dettur ekkert rugl í hug.
Úff marr, Tomminn fór á djammið í gær í fyrsta sinn í langan tíma, Kallinn var staddur í Grundarfirði á laugardaginn þar sem hann horfði á Man Jú vinna Líds á Elland Ród með einu marki gegn engu og var það Keane fyrirliði sem skoraði markið. En nóg með það, Tomminn lagði af stað í borg óttans um hálf sex leytið til að mæta í skírnareftirpartý hjá Gæa og Rakel. Litla fallega prinsessan þeirra heitir nú Aldís Ylfa Garðarsdóttir. Hmm, hvar var ég? Já, í þessu skírnareftirpartý var Soffinn staddur og þar sem að allir aðrir sem þarna voru voru á leiðinni á eitthvað syndsamt fyllerí þá ákvað Tomminn að fara með Soffanum á tónleika með hljómsveitinni Mínus sem að Tommalingurinn hafði nú ekki mikið álit á, en það átti eftir að breytast svei mér þá. Þeir voru bara svona helvíti góðir og Tomminn fékk stundum gæsahúð.
Eftir tónleikana ákváðu Tomminn, Soffinn og frænka hans Soffa að skella sér bara á Breiðvang á ball með hljómsveitinni ÁMS. Hmm, þetta var dularfull lífsreynsla þar sem að við komumst öll á sjéns með sömu konunni. Mér sýndist nú samt frænkunni komast lengst með hana hehehe.
Þetta ball var búið kl 03:00 og þá rúntuðum við niður í bæ og fórum á þennan stað þar sem að Tomminn og Soffinn tóku til við að dansa alveg bláedrú, soldið sem Tommalingurinn er ekki vanur.
Þegar kl var c.a. hálf fimm var okkur Soffa nóg boðið og beiluðum á þessu. En Tommi var ekki lengi í paradís því að þegar heim var komið þá hringir síminn og af góðmennskunni einni saman rúntar Tomminn aftur niður í bæ til að skutla þremur frekar drukknum einstaklingum heim til sín. Já, það hefur sko sína galla að vera edrú og þar af leiðandi designated driver.
Jæja, þetta fer nú að verða ágætt þar sem að Tomminn er með smá hausverk eftir þetta allt saman, það er asnalegt að vera edrú en verða samt þunnur.
Þangað til næst……