Lag dagsins er: Hysteria með

Lag dagsins er: Hysteria með Muse

Jamm og Já, Tomminn skellti sér í nafla alheimsins um helgina og skemmti sér bara vel. Námsbækurnar voru hafðar með en það fór nú eitthvað minna fyrir því að kallinn gluggaði eitthvað í þær. Viljinn er fyrir hendi og allt það en samt er alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegra að gera hehehe. Um leið og við komum (ég og Rúna) þá fórum við beint í Kaffi 59 og horfðum á Idolið þar sem að gamli bekkjarfélagi Tommans steig fyrstur á svið og stóð sig með mikilli prýði, go Kalli og vonandi kemst hann sem lengst. Svo var kíkt á familíuna og horft á imbakassann og svo var farið í háttinn. Kallinn vaknaði svo kl 12:00 til að glápa á Nefkastle taka á móti Lifrapollnum. Fór á Kaffi 59 þar sem að elskurnar elduðu dýrindis pizzu fyrir kallinn og horfði á leikinn þar í góðum félagsskap. Þá sérstaklega Svenni á Eiði sem fór á kostum, þangað til Nefkastalinn jafnaði hehehe. 1-1 voru úrslitin, alveg ásættanlegt. Nefkastalinn átti nú samt öll stigin skilið þar sem að hinn aldni Húlli spilaði hið gríðar góða varnarkerfi 9-1-0. Svo var kíkt á Líds og Tjelsí gera jafntefli.

Helgin Spilaðist gríðarlega vel fyrir Tommann um helgina þar sem að Tjelsí, Asnenal og Lifrapollurinn gerðu jafntefli á meðan Júnæted rúllaði yfir Astón Villa 4-0 þar sem að Rútur Nístilroj og Deddlí Díegó sáu um markaskorunina og Brazzinn hann Klebberson fór víst á kostum hehehe.

Pabbi og Sigrún buðu okkur Rúnu svo á jólahlaðborð um kvöldið þar sem að maður gat úðað í sig alls kyns kræsingum með bestu list. Þvílík snilld.

Hérna koma svo nokkrar myndir frá ferðinni, restin af myndunum er hér

Hanna með hvolp
Arndís með hvolp
og Rúna með hvolp
Viktor Helgi töffari sem var í pössun hjá mér á föstudeginum
Beckham, sætasti kisi í heimi
Jólahlaðborðið var snilld
Svo lagðist maður þreyttur til svefns.

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s