Lag dagsins er: Countryroad með

Lag dagsins er: Countryroad með John Denver

Jæja, um daginn fórum við strákarnir í sleðaferð, já sleðaferð, en þessi sleðaferð var ekki eins og aðrar sleðaferðir, málið var að við redduðum forláta Stiga sleða sem við bundum aftan í eðalvagninn hans Steina Jobba. Svo var ekið af stað með einn af okkur hangandi í sleðanum á 40 – 90 km hraða, sem er bæ ðe vei er ansi skerí þegar þú ert á stiga sleða. Ég gekk hálfpartinn í barndóm aftur því þetta var svo gaman.

Nú áðan var ég að koma af fótboltamóti í sporthúsinu. Þannig var mál með vexti að ég fékk e-mail frá Sporthúsinu á þriðjudaginn þar sem mér var boðið að smella saman einu keppnisliði í knattspyrnu og skráði ég mig strax til leiks. Reglurnar voru þannig að aðeins máttu vera 6 manns í hverju liði og 4 inná í einu. Spilað var í 2 riðlum og voru 4 lið í hverjum riðli. Við mættum þarna galvaskir, ég, Dabbi, Ívar Karl, Kalli, Atli og Egill. Þetta var helvíti gaman fyrir utan að við töpuðum fyrsta leiknum 4-2 þar sem undirritaður skoraði skallamark eftir glæsi sendingu frá Agli og Ívar Karl setti hitt markið, þetta var í rauninni úrslitaleikurinn í riðlinum því liðið sem vann þennan leik vann alla leikina í riðlinum. DJÖFULL. Næst spiluðum við leik við einhverja plebba og unnum 6-3 þar sem að ég skoraði 2 mörk og Ívar, Atli og Kalli sáu um hin. Síðasti leikurinn var við einhverja vesalinga sem sáu aldrei til sólar í þessu móti og unnum við þá frekar auðveldlega 7-0 með mörkum frá Agli, Atla og Kalla að mig minnir. Við enduðum í öðru sæti í riðlinum og misstum þá af tækifærinu að spila úrslitaleikinn um vegleg verðlaun, sem voru út að borða á Argentínu steikhús. DJÖFULL.

Þetta var samt helvíti gaman bara. Ég minni svo fólk á að taka þátt í “Þekkiru Tomma” prófinu og könnununum hér til hliðar, einnig að vera dugleg að skilja eftir comment hjá mér aight.

Þangað til næst…….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s