Maður dagsins er: Sigursteinn Hrólfsson

Maður dagsins er: Sigursteinn Hrólfsson fyrir að vera farinn að blogga ansi reglulega

Jæja gott fólk. Tomminn er mættur aftur fyrir framan skjáinn eftir fína helgi (ekki fótboltalega séð). Hanna systir kom á laugardagskvöldið og gisti hjá mér, við fórum bara snemma í háttinn því að við þurftum að vakna kl átta á sunnudagsmorgninum, jú jú, það gekk bara bærilega að vakna og skutluðumst við Hanna svo niður á Hlíðarenda því hún var að fara að keppa í fótbolta.

Eftir fótboltamótið fórum við á skauta í skautahöllinni þar sem að Tomminn vann það einstaka afrek að detta á rassinn eins og fífl því að maðurinn kann ekkert á skauta. Svo var það keiluhöllinn þar sem að allt fótboltaliðið spreytti sig í keilu.

Um kvöldið fór Tomminn í fótbolta sem væri ekki frásögum færandi nema að maður þarf aðeins að fara að róa sig í þessu, maður var upptjúnnaður allan tímann, öskrandi á mann og annann og þrumaði svo aumingja saklausum Atla upp í vegg. En maður fékk nú smá útrás eftir pirringsleg úrslit helgarinnar en vil samt biðja þá sem eiga afsökun skilið frá minni hálfu afsökunnar.

Jæja, ég er að spá í að hætta að vera með Lag dagsins og vera bara með “eitthvað” dagsins, núna er það maður dagsins og fellur það í hlut Sössa að vera maður dagsins. Svo kemur þetta til með að vera bara það sem mér dettur í hug, Lag dagsins, Rugl dagsins, Hommi dagsins, Fífl dagsins, bloggari dagsins og svo mætti lengi telja. Jú gett mæ drift aight.

Ég vil líka benda á að ég tók fullt af myndum af fótboltamótinu og skautaferðinni ef einhver hefur áhuga. Myndirnar eru komnar á myndasíðuna.

Þangað til næst…….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s