Aumingjahommi með hor dagsins er:

Aumingjahommi með hor dagsins er: Deadly Diego Forlan

Búsetusaga Tommans:

Nesvegurinn:
Þegar manni var potað organdi í heiminn bjó ég á Nesvegi 13 í Grundarfirði, ég man nú voðalega lítið eftir þessu, eiginlega ekkert. Maður telur sig kannski muna eitthvað en það er örugglega eitthvað sem maður hefur séð á ljósmyndum og soliz. Það var ein sérstaklega góð sem ég man eftir þar sem ég er að róta niður öllum kasettunum hans pabba c.a. 2 ára gamall en kasettur þessar voru alltaf raðaðar mjög reglulega í c.a 40-60 cm hæð. hehehe BIG MISTAKE.

Fagurhólstúnið:
Þangað flutti ég c.a. 5 ára eða eitthvað soliz. Þarna eignaðist ég minn fyrsta vin sem var hann Árni síðar kenndur við Tanga. Þarna lékum við okkur í vörubílaleik í brekkunni og undum okkur vel. Í einu ferðalaginu með Árna vorum við að rölta í mýrinni fyrir ofan þar sem elliheimilið stendur núna og rákumst þá á þessa forláta tjörn sem þarna var. Ég var nú snöggur að slá eign minni á þetta þar sem að ég fann hana fyrstur. Við Árni fórum sigri hrósandi heim til hans til að tilkynna öllum að Tommatjörn væri fundin og ætluðum að rukka aðgang að henni. Við urðum frekar hnípnir þegar Eyfi pabbi hans Árna tjáði okkur að þessi tjörn héti nú Steinatjörn og væri eign allra í Grundarfirði. Við Árni gengum hnípnir í burtu, veltandi fyrir okkur hvaða lukkunar pamfíll þessi Steini væri sem hefði nú verið á undan okkur.
Þegar ég bjó þarna kom líka Ninni í heiminn. Stoltur stóri bróðir rúntaði með krílið um alla íbúð og tókst svo að lokum að velta vöggunni í beygjunni inní svefnherbergi. Ninna varð nú ekkert svo mikið meint af, held ég.

Hlíðarvegurinn
Litla kjallara íbúðin varð fljótt of lítil þar sem að fjölskyldunni hafði fjölgað um einn þannig að það var fjárfest í húsi á Hlíðarveginum. Þetta var Hlíðarvegur 13 og þarna var örstutt að hlaupa í skólann. Ég var þá að hefja skólagöngu mína þarna fullur tilhlökkunar óafvitandi hvað hún ætti eftir að endast lengi. Þarna fékk ég mitt eigið herbergi og alles og þarna kynntist ég mínum nánasta vini og félaga sem á þeim tíma bjó einnig á Hlíðarveginum. Hörður og ég lékum okkur oft saman enda með sameiginlegt áhugamál um Star Wars kalla söfnun og fleira. Eina sem ég man eitthvað eftir var að þarna að morgni 2 nóvember 1983 þegar ég varð sjö ára (gæti skeikað einu ári til eða frá) vaknaði ég eldsnemma um morguninn til að vitja pakkans sem lá á náttborðinu mínu. Gríðarleg stemming að rífa utan af fyrsta vasadiskóinu mínu og skella kasettunni með einhverjum break lögum sem Valdimar frændi hafði tekið upp fyrir mig. Þarna vorum við Hörður líka nokkrum klukkustundum í vídjó gláp en á þeim árum var videotæknin að ryðja sér til rúms og það þótti mikið sport að fá lánað videotæki hjá einhverjum sem hafði fjárfest í svoleiðis grip og glápa úr sér glyrnurnar. Þarna var líka videoleiga á horninu á Hlíðarveginum og oftar en ekki fórum við Hörður þangað til að ná okkur í nýjustu He-man þættina og hina stórgóðu mynd Krull.

Grundargata 76
Mitt annað heimili á þessum tíma var hjá pabba mínum á Grundargötunni. Þar átti ég líka mitt eigið herbergi og fullt af dóti hjá pabba, ekki skemmdi líka fyrir að Gummi Þorra átti heima við hliðin á húsinu hans pabba og síðar flutti líka Hörður þangað. Þarna var mikið brallað og ég kem að því síðar.

Söðulsholt
Þegar ég var 9 ára fengu mamma og Gústi þá asnalegu hugmynd að rífa mann upp frá öllum vinum og kunningjum og flytja í sveit. Andskotinn að manni fannst því það að byrja í nýjum skóla var ekki það vinsælasta hjá litlum og saklausum ljóshærðum peyja. En þetta var nú ekki eins slæmt og ætla mætti og þarna varði ég restinni af grunnskólagöngunni og kynntist þar mörgum góðum vinum. Þar bera HÆÐST að nefna Big Goj sem er núna meðleigjandi minn. Einstaklega góður drengur þó hann líti ekki þannig út hehehe (alls ekki illa meint). Þarna fórum við alltaf með rútu í skólann nema síðasta veturinn minn þarna þar sem að ég var á heimavist. Þarna á ég margar góðar minningar. Þarna var maður í 2 hljómsveitum og læti.
Í Söðulsholti brallaði maður nú ýmislegt en þá aðalega með Ninna einhversstaðar í afturdragi. Oft fór maður á næsta bæ en þar var Mundi frændi búsettur sem og amma mín og afi, þau Margrét og Guðmundur í Dalsmynni. Þar var mikið brallað enda fínar brekkur til að láta Stiga sleðann þeisast niður á gríðarlegri ferð að manni fannst.

Grundargata 76
Á sumrin var ég yfirleitt hjá pabba í Grundarfirði og árið sem maður fermdist var manni troðið í rækjuvinnsluna með hinum krökkunum til að vinna sér inn einhvern pening. Fljótlega uppúr því var farið að fikta við brennivínið og þótti það ægilega töff. Manni fannst maður vera ægilega harður drekkandi Íslenskt brennivín blandað í ÍsCola (mig hryllir við tilhugsuninni) uuuusss.

Heimavistin á Akranesi
Eftir grunnskólann var haldið á skagann ásamt öllum hinum félögunum. Þar hafði maður nú aðrar hugmyndir en að setjast á skólabekk. Þar var mikið djammað og djúsað og var maður yfirleitt fullur á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Úff, þetta voru asnalegir tímar og þeir falla yfirleitt allir í einhverja móðu. Einu atriði man ég þó sérstaklega eftir en hún inniheldur Vigga frá Grundarfirði. Það þótti mikill og skemmtilegur siður að fremja gjörning sem kallaðist rokkarapiss. Þessi gjörningur lýsir sér þannig að gerandinn brúkar mígildi af náttúrunnar hendi með því að girða buxurnar alveg niður að hælum og pissa, helst upp í vindinn. Þessi siður varð til á útihátíðinni á Eldborg “92. En þannig var mál með vexti að við Viggi vorum að rölta niður í bæ frá vistinni og vorum komnir nokkuð áleiðis, þar sem rúnturinn snýr alltaf við. Við erum vel við skál og Viggi fær þá snilldar hugmynd að brúka eitt stykki rokkarapiss þar sem hann stendur. Þetta fannst mér fyndið og hvatti hann ákafur áfram þar sem að enginn bíll var sjáanlegur. Viggi girðir niður um sig og labbar út á miðja götu og byrjar að míga. Þegar Blundi (nickneimið hans Vigga á Skaganum) var hálfnaður með rokkarapissið kemur allur helvítis rúnturinn svona 20 – 30 bílar og Viggi stendur á miðri götunni með buxurnar á hælunum og mígur og stoppar alla umferð í leiðinni. Mjög fyndið.

Mörkin 8 í Rvík
Ég byrjaði í Iðnskólanum haustið 94 held ég, Þá bjó ég hálfann vetur í mörkinni. Asnalegur tími sem einkenndist af peningaleysi og strætó ferðum. Þarna upplifði ég fyrstu ástarsorgina fljótlega eftir áramótin 94/95 og þá flutti ég til Helgu Frænku í Kópavoginum.

Hraunbraut 2 Kóp
Hjá Helgu og Valda var ég í góðu yfir læti en skólinn sat eitthvað á hakanum fyrir djammi og djúserí. Þarna var maður mikið með Jóni, Gubba, Arnþóri og Magga Satan (dont ask). Landakaup og drykkja voru í hávegum höfð á þessum tíma.

Grundargata 76
Eftir þetta hætti ég í skóla enda voru einkunnirnar ekki að gera sig fyrir mig. Þá var flutt aftur til Grundarfjarðar og fjárfest í mótorhjóli, ekki gáfulegasta fjárfestingin en vei ó hei sú skemmtilegasta. Þarna kynntist ég Bjössa fyrir einhverja alvöru því hann átti líka mótorhjól. Þegar hann var í landi vorum við alltaf á eyrunum eða að þenja hjólin okkar, aðallega hjólið hans því mitt var oftar bilað hehehe. Þar kynntist ég líka henni Rúnu litlu og málin þróuðust þannig að ég flutti norður á Akureyri til að geta verið hjá henni.

Grundargata 15
Ég bjó hjá Önnu og Jobba um haustið sem ég og Rúna vorum aðskilin. Það var rosalega næs enda er þetta indælisfólk. Þarna spilaði CM stóran hluta af tilverunni þess á milli að maður mætti í vinnuna niður í Fiskvinnslu.

Verksmiðjuhverfið á Ak
Þarna leigðum við stúdíóíbúð hjá Palla á Hömrum og ég vann fyrir leigunni með leiðindastarfi í Rúmfatalagernum. Piff, skítaíbúð, skítabíll, skítadjobb. Þá var alltaf gott að koma til Grundarfjarðar.

Bakkahlíðin á Ak
Ekki góður tími þarna, það var alltaf kalt í svefnherberginu og okkur leið ekki vel þarna punktur.

Furulundur á Ak
Gríðarleg stemming þarna. Bjössi Kolla leigði með okkur. Fínn meðleigjandi og einstaklega góður nágranni sem maður átti í Ellen sem var spölkorn frá. Þetta var góður tími og mikið stuð. En þetta var síðasti veturinn á Akureyri og eftir þetta lá leiðini í borg óttans.

Njálsgatan
Stutt frá skólanum og eiginlega stutt frá öllu. Það er mikill munur að búa á 101 svæðinu. Nýr bíll var keyptur á þessum tíma og ég hóf skólagönguna að nýju og gekk bara bærilega. Það var oft partý á Njálsgötunni og maður tók oft upp á því að sofna vel fyrir miðnætti og komast ekki útúr húsi ehe.
En svo gerðust súrir hlutir og Tomminn þurfti að flytja einu sinni enn.

Álfhólsvegurinn
Hérna bý ég núna með honum Gaua mínum og gengur sambúðin bara vel fyrir utan vandamál með þrif hehehe, ráða einhverja kellingu í þetta ehaggi. Hérna erum við Gaui með Stöð 2 og Sýn, fótboltagláp og tölvuhangs með meiru. 1944 spilar stóran þátt í tilveru okkar og er eina tengingin okkar yfir í heimaeldaðan mat.

Þetta eru svona helstu staðirnir sem maður hefur búið á. Svo á milli þess er maður oftast í Grundarfirði og er þá oft hjá mömmu á Fagurhólstúni 15 og pabba á Grundargötunni.

Annars er minnið orðið svo gloppótt að það gæti alveg eins verið að maður sé að gleyma einhverju, vona ekki.

Jæja þetta er orðinn ágætis pistill. Fyrir þá sem nenntuð að lesa þá lofa ég að þetta verður ekki oft svona langt aight.

Þangað til næst…….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s