Lag dagsins er: Megalomaniac með

Lag dagsins er: Megalomaniac með Incubus

Það var annað sem ég var að pæla í, hugleiðingar sem hafa pínu nagað mig undanfarið, alveg síðan í sumar, er ég FM-hnakki????

FM-hnakkar eru fyrir mér dúddar sem keyra um á semi sportbílum, ljósabrúnir, með brilliantín í hárinu í fötum frá Mótor eða Park hlustandi á Sjúgarbeibs, Bíoncí Knówls og Jöstin Timberleik.
Þó að tónlistarsmekkur minn hafi oft á tíðum talist frekar víðtækur þá hef ég aldrei gefið mig út fyrir að hlusta á svona sellát sorp sem var nefnt hér á undan og mín uppáhaldstónlist er yfirleitt ekki spiluð á FM957.

En Tökum hérna nokkur dæmi:

FM-hnakkar vs Tommi
FM-hnakkar fara í ljós – Tommi fer stundum í ljós
FM-hnakkar fara í ræktina – Tommi hefur jú einhverntímann sést þar
FM-hnakkar eru með filmur í bílunum sínum – DOH, Tommi er jú með filmur í Rollunni en þær voru þegar ég keypti hana
FM-hnakkar hlusta á FM tónlist – Tommi vildi ekki einusinni láta það helvíti heyrast í jarðarförinni sinni og hananú
FM-hnakkar fara oft í klippingu – Tommi fer í klippingu á 1 til 2 mánaða fresti
FM-hnakkar eru með gel í hárinu – Tommi er jú stundum með svoleiðis sull í hársverðinum
FM-hnakkar raka sportröndina ofl – No comment
FM-hnakkar eru með keilu í bílnum – Tommi fer annað slagið í keilu
FM-hnakkar blasta græjurnar á Laugarveginum – Tommi blastar græjurnar á Vatnaleiðinni þegar hann er einn í bílnum og syngur þá með hátt og snjallt.
FM-hnakkar eiga vitlausar kærustur – Tommi á ekki kærustu
FM-hnakkar versla í Mótor – Tommi hefur jú keypt einstaka flík þar
FM-hnakkar dýrka R og B – Tomminn er nýlega búinn að uppgvötva fyrir hvað R og B standa hehehe

Tökum nokkur sjóndæmi:

Þetta eru myndir af mér og Ninna sem hefur jú verið sakaður um það sama.

Jæja, þið verðið hreinlega bara að dæma sjálf aight. Persónulega tel ég sjálfan mig ekki tilheyra þeim hópi sem kallast FM-hnakkar en ég skal samþykkja að vera svona, tjah semi hnakki hehehe

Þangað til næst…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s