Markmaður dagsins er: Árni Gautur Arason fyrir snilldar frammistöðu í gær
Það eru bara góðir hlutir að gerast þessa dagana, Árni Gautur átti stóran þátt í endurkomu ársins ef ekki aldarinnar þegar hann hjálpaði Man Sjittí að vinna Tottenham 4-3 eftir að vera 3-0 undir í hálfleik og manni færri. Peter Schmeichel sagði í þætti Gary Liniker að þetta væri markvarsla ársins þegar Árni varði aukaspyrnu í slánna og tók svo skallann frá Poyet sem fylgdi í kjölfarið. Uuuuussss, þetta var rosalegt.
KoRn á leiðinni á klakann sem er algjör snilld og engin spurning um að maður láti sjá sig í höllinni þann 30 maí næstkomandi. Gústi Alex lillibró ætlar enn og aftur að standa í röðinni fyrir eldri bræður sína þannig að maður ætti vonandi að geta orðið sér út um nokkra stúkumiða. Við skulum allavena vona það.
Svo er líka tölvan öll að koma til. Það var skjákortið eins og mig hafði grunað sem var eitthvað að stríða mér og ég arkaði með það niður í BT, þar þurfti ekki að spyrja að liðlegheitunum því að ég labbaði inn með GF 4200 Ti 128mb en labbaði út með GF 5700 Ultra kort sem voru sko alls ekki slæm skipti. Nú þarf maður bara að græja sig upp aftur þegar maður er orðinn nettengdur aftur. Sjitt hvað hún er smúþþþ, je beibí je.
Jæja, best að fara að vinna í þessu rusli.
Þangað til næst……