Súkkulaði dagsins er: Prince Polo þökk sé Mæsunni
Fórum við fjórða mann til Hveragerðis í gær til að sjá leik Hamars og Snæfells. Snæfell vann þennan leik og stóðu þeir sig bara helvíti vel, strákarnir á nemanum eiga lof skilið, sérstaklega McGunnerinn sem átti helvíti fín tilþrif á gólfinu á milli þess sem kallinn strauk rauða skeggið og þurrkaði undan skósólunum sínum. Myndirnar eru komnar inn á myndasíðuna.
Og eitt að lokum, Nonni Mæju er snarundarlegur fýr
Þangað til næst…….