Lúserar dagsins er: Inter Jæja,

Lúserar dagsins er: Inter

Jæja, helgin liðin enn á ný með blóm í haga. Fór í eitthvað bévítans staffapartý á laugardaginn. Hundleiðinlegt, allir fullir, nema ég að sjálfsögðu. Fínn matur og allt svoleiðis en mér hundleiddist samt. Kom mér heim við fyrsta tækifæri. Tók slatta af myndum sem eru komnar inn á myndasíðuna.

Fór í bolta í gær, hefði betur sleppt því, löppin á mér er engan vegin orðin nógu góð og því mun ég ekki skella mér í bolta í kvöld. Var samt frekar pirraður í boltanum í gær og vil hér með biðja einn ákveðinn einstakling afsökunar, vona að ég hafi nú ekki slasað hann alvarlega, ein fleyg setning kemur nú upp í huga minn sem stórvinur minn Vinnie Jones lét nú einhverntímann hafa eftir sér við svipaðar aðstæður, “I went for the ball”.

Snæfell deildarmeistarar í fyrsta sinn. Snilld og aftur snilld og óskum við Big Goj strákunum á nemanum sem og öðrum Snæfells aðdáendum innilega til hamingju með þennan stórgóða árangur.

Mynd dagsins:

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s