Súkkulaði dagsins er: Pipp Júbb,

Súkkulaði dagsins er: Pipp

Júbb, slapp ómeiddur frá æfingaleiknum í gær, eins og allir í liðinu, úrslitin voru skömminni skárri heldur en síðast þar sem að við töpuðum aðeins 3-2 núna, við sjálfir skoruðum sjálfsmark á síðustu mínútunni og töpuðum leiknum, frekar fúlt. Ég spilaði á hægri kantinum í þetta skiptið sem er mín uppáhaldsstaða, var ágætur í fyrri hálfleik en í þeim síðari var maður alveg búinn á því, það voru nefninlega engvir skiptimenn þannig að maður var tilneyddur til að spila allan helvítis tímann, gat lítið hlaupið í síðari hálfleik sökum þreytu og hælsæris en þetta stendur allt til bóta.

Lítið um Tæger þessa dagana, djös vesen, þarf að fokking læra of mikið andskotinn hafi það. En þetta hlýtur að reddast einhvernveginn, var að fatta að það er ekkert allt of mikið eftir af skólanum og allt of mikið eftir að gera. Þarf virkilega að taka mig á í Stærðfræði og Spænsku. Nóg að gera semsagt.

Benni og Iðunn eru búin að koma sér fyrir á Miðvangi í Hafnarfirði og lítur þetta bærilega út hjá þeim.

Svo eru líka komnar örfáar myndir frá sigri Snæfells á Hamri í Hveragerði síðasta laugardag.

Svo er líka þessi óborganlega mynd af sambýlingnum hehehe

Þangað til næst…….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s