Sjúki maður dagsins er: Gaui minn sem ennþá er fárveikur
Ég keppti æfingaleik í gær með FC Fist og lyktaði leiknun núna með jafntefli 3-3. Skemmtilegur leikur og jafn þó svo að við hefðum átt að klára hann sjálfir. Vorum 2-0 yfir í hálfleik en svo var eins og að allir væru bara búnir á því, undirritaður var alveg hættur að geta hlaupið í síðari hálfleik og hitt liðið gekk á lagið og setti 3 mörk á okkur, helvítis djöfull. Svo náðum við að pota inn einu eftir að hafa girt okkur í brók. Maður er allur að koma til og ég fann það sjálfur að þolið er að aukast smátt og smátt. Þetta verður orðið fínt þegar maður getur spilað heilan leik án þess að springa aight.
Verð að fjárfesta í hönskum takk, þetta helvítis gervigras er ekki að gera það fyrir mig, þriðja leikinn í röð er maður með sand og salt og skít inní öllum rispum og svöðusárum, ekki gott, sérstaklega ef maður leggur hendurnar fyrir sig í falli eins og gerist oftast. Er núna með skemmtileg sár á vinstrihendinni, vinstra hnénu og fyrir ofan vinstra augað hrmpf. Ekki það að ég sé að gera lítið úr karlmennsku minni eða neitt þannig en þá er nú samt helvíti vont að fara í sturtu með svona skrámur. En að sjálfsögðu lét maður sig hafa það.
Soffa minn vantar Pixies miða og held ég að ég geti látið hann hafa eitt stk á réttu verði er það ekki.
Þangað til næst…….