Já góðir hálsar, “eftir höfðinu dansa limirnir” er málshátturinn sem ég fékk með páskaegginu mínu. Ég vaknaði full seint eða of seint í dag því þegar ég kom á fætur var ekkert eftir af páskaegginu mínu nema málshátturinn. Þannig var mál með vexti að húsfreyjan á heimilinu hafði tekið sig til og séð algjörlega um það hrmpf. Enda er það nú bara allt í lagi því ég er ekkert svo mikill páskaeggjakall hvort eð er.
Það eru bara rólegheit í kvöld, ég er núna hjá honum Soffa mínum í kaffi, búinn að éta gjörsamlega yfir mig að það hálfa væri miklu meira en nóg.
Sá að einhver snillingurinn hafði linkað á pungamyndirnar af batman.is og yfir 2000 manns búnir að berja hreðjarnar augum þannig að verði þeim bara að góðu. Enda er þetta ansi hreint fyndið, að láta sér detta svona vitleysa í hug er alveg makalaust.
Jæja, ég ætla að halda áfram að liggja afvelta á meltunni.
Þangað til næst…..