Slúðurskjóðan

Fallegur föstudagur senn á enda runnin og vikan verið frekar mild við Tommalinginn enda með afbrigðum stutt í þetta skiptið.
Föstudagsslúðrið lætur ekki á sér standa frekar en fyrri daginn skal ég nú segja ykkur, og hér kemur það….

Heyrst hefur…….

að Viggi Runna hafi á dögunum komist að því að hann hafi gleymt að fara í skóla síðustu 8 árin eða svo.

Viggi var steinhissa á þessu öllu saman

að Steini Jobba hafi drukkið yfir sig af Apfelscnaps á dögunum og muni aldrei bíða þess bætur.

Steini er gefinn fyrir sopann

að Steini hafi líka sama kvöld getið af sér gott orð fyrir strípidans en kallinn tók vel á því á dansgólfinu.

Steini sté trylltan dans fyrir fullum sal

að Rúna Jobba sé að reyna fyrir sér sem flöskusöngkona fyrir Ædolið sem hefst í kvöld.

Rúna hefur staðið í ströngu við æfingar

að Rokklingarnir séu að koma saman aftur með comeback ársins.

Tveir af forsprökkum Rokklingana voru eiturhressir við æfingar

að Maggi Jobba hafi borið sigur úr býtum í hinni árlegu sleikjukeppni sem fram fór í síðustu viku.

Sigursleikjan þótti óvenju listræn og falleg

að Dabbi Hlíðkvist hafi farið í fegrunaraðgerð.

Dabbi var sáttur við nýja lúkkið

að Dabbi hafi boðið til teitis til að fagna nýja útlitinu sínu.

Teitið var óvenju fjölmennt og Dabbi lék á alls oddi

að Heiðrún og Þórhildur hafi í samráði við Ásdísi Rán hafið fyrirsætuferil sinn með stæl.

Stelpurnar eru búnar að æfa pósið vel

að Rúna Jobba hafi keypt Micruna hans Ninna og aki nú sátt um borg og bý.

Rúna var skælbrosandi á rúntinum

að Rúna sé búin að finna upp nýja megrunaraðferð sem felst í því að grafa sig í jörð og hafa hægðir í 4 klst.

Rúna hefur náð ótrúlegum árangri með nýja kúrnum

að hljómsveitin Kvaðratrót hyggi á heimsyfirráð eða dauða, hið síðarnefnda verður þó að teljast líklegra.

Strákarnir hafa verið við æfingar síðustu daga

að Júlli Jobba geti gleypt heila kókdós og sannaði hann það á dögunum.

Júlli sýnir tóman munnin eftir að hafa sporðrennt einni dósinni

að Rósa og Tryggvi Hadda séu meira en bara vinir.

Hjúin láta oft vel hvort að öðru

að Simmi hafi verið óvenju hress á bingókvöldi aldraðra í Borgarnesi á dögunum.

Simmi brosti sínu blíðasta

að Björgunarsveitin Flakkur hafi fjárfest í ofur fjallabíl.

Fjallabíllinn er glæsilegur á að líta

að Soffi hafi sett Roastbeef inn í ofninn en tekið Roadkill út úr honum 6 tímum síðar.

Steikin var frekar ófrýnileg

að Soffi hafi sofið rótt á meðan steikin var í ofninum.

Soffi svaf svefni hinna réttlátu

að Soffi hafi ekki verið sáttur við innskot höfundar og ætli sér að gera eitthvað í því…..gúlp.

Þungur hnífur

að Gæi Hadda hafi á dögunum eignast nýjan vin og eru þeir félagarnir alveg óaðskiljanlegir.

Þeir félagarnir eru orðnir ansi nánir

að Steini Jobba æfi nú stíft fyrir uppsetningu Einars Bárðar á sönleiknum Fame en Steini ku vera ansi líklegur í hlutverk Donnu Sömmer.

Steini sýndi ljósmyndara mikil tilþrif

Þetta var nú slúðrið enda af nógu að taka og enn og aftur vil ég benda á að þeir sem ætla að höfða málsókn er bent á að hafa samband við Þengil Högnason hæstaréttarlögmann.

Þangað til næst……..

4 thoughts on “Slúðurskjóðan

  1. WTF.. alltaf þarft þú að vera að troða inn einhverjum hægðum alls staðar… that’s disgusting

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s