Ferð á Bráðamóttökuna

Helvítis djöfull, var að koma af Bráðamóttöku Borgarspítalans og sjæse hvað það er dýrt að slasa sig. Best að sleppa því bara alveg.

Var semsagt að keppa í fótbolta í gær, byrjaði leikinn á vinstri kantinum í gúddí fíling. C.a. 20 mín liðnar af fyrri hálfleik þegar Tomminn fær stungusendingu inn fyrir og var kominn einn á móti markmanni. Sparka í boltann, klobba markmanninn og skora. Fyrsta markið komið fyrir nýja liðið og mikilli pressu af manni létt. En því miður að þegar ég sparkaði í boltann náði ég á einhvern óskiljanlegan hátt að sparka í jörðina í leiðinni og misstíga mig svona hrottalega. Fór útaf eftir markið og treysti mér ekki aftur inná. Verkurinn ágerðist þegar leið á kvöldið en fjanden ég gat þó stigið í löppina. Svo vakna ég í morgun kl 07:05, kófsveittur með stingandi verk í hægri ökklanum. Bólgan hafði þá ágerst eitthvað um nóttina og þegar ég ætlaði að standa upp þá sagði ökklinn bara hingað og ekki lengra kallinn minn. Get semsagt ekki stigið í hægri löppina. Fór niður á slysó eins og fyrr sagði. Borgaði blóðugan pening fyrir að segja mér það sem ég vissi alveg fyrir. Fékk einn skitinn teygjusokk og mér var ráðlagt að kaupa ibúfen. Fokk ðett, ét ekki svoleiðis kerlingasmarties enda of mikill jaxl til þess. Verð samt að reyna að redda mér hækjum í dag einhversstaðar, anyone??? ef það er einhver sem lumar á svoleiðis græjum sem hann er ekki að nota þá plííííís láta mig vita.

En þegar öllu er á botninn hvolft þá var þetta þess virði. Skoraði fyrsta markið mitt og var það meira að segja nokkuð nett hjá kallinum hrmpf. Það versta er að ég efast um að það verði nokkur fótboltaiðkun næstu vikurnar. Góð byrjun á sumrinu fyrir mig hmmm…. NOT.

Eníveis, GlEÐILEGT SUMAR allir saman.

Þannig fór um sjóferð þá.

Þangað til næst…….

2 thoughts on “Ferð á Bráðamóttökuna

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s