Föstudagsslúður

Jæja jæja góðir hálsar, sjitturinn titturinn hóran og mellan marr, þá er kominn fallegur föstudagur og nýtt slúður lítur dagsins ljós. Svo má geta þess að þið getið smellt á myndirnar til að stækka þær.

Heyrst hefur……

að Big Goj hafi fundið upp nýja aðferð við að skrifa diska og stundar hann það nú í gríð og erg.

Big Goj situr sveittur og skrifar diska

að Viggi hafi á dögunum eignast nýjann vin sem hann kýs að kalla Pulla pönk og eru þeir að sögn orðnir mjög nánir.

Viggi og Pulli Pönk á góðri stund

að Tommi hafi sagt Vigga svo klúrinn brandara um daginn að Viggi greyið hafi alveg farið í keng.

Viggi var stórhneykslaður á þessu framferði Tomma

að Soffi hafi stofnað nýjann klúbb sem heitir “Living og the edge” og sérhæfir sig í að brjóta lögin með því að tala í símann í tíma og ótíma á meðan keyrt er.

Soffi á rúntinum í símanum með lögguna á hælunum

að Svavar og Gæi Hadda séu svo nánir úti á sjó að félagar þeirra séu farnir að hafa stórar áhyggjur af þeim. Það nýjasta er að þeir félagar hafi pantað sér ferð til San Fransisco saman á alþjóðlegu hommasýninguna.

Þeir eru alltaf límdir saman drengirnir

að sést hafi til tveggja geimvera á Laugarveginum. Geimverur þessar hafi talað reiprennandi Klingosku og hafi verið nokkuð spengilegar.

Geimverurnar voru hressar þegar ljósmyndari náði þeim í Levis búðinni

að Dabbi Hlíðkvist hafi fundið blönduna af hinum fullkomna rassasafa og hyggur Dabbi á framleiðslu á þessum sérstaka drykk. Reiknað er með að þetta komi í verslanir um næstu mánaðarmót.

Dabbi með nokkrum af framleiðsludýrunum þar sem hann smakkar á fyrsta safanum

að Dabbi hafi seinna um kvöldið týnt Diesel peysunni sinni í Kólaportinu þar sem hann var að selja harðfisk og rassasafa.

Dabbi var ósáttur við peysumissinn en hélt samt ótrauður áfram að selja harðfisk og rassasafa

að hin fræga leikkona Anna Clarins hafi verið við tökur á nýjustu mynd sinni “Shedevil” á Íslandi nú á dögunum.

Frú Clarins gaf sér tíma til að pósa fyrir ljósmyndara

að lífið á sambýlinu að Hálsi gangi sinn vanagang þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu.

Íbúarnir eru furðuhressir miðað við aðstæður

að ungi rithöfundurinn Gulli Robba hafi gefið út sína fimmtu bók í hinni gríðarvinsælu seríu “Handbókin”. Gulli áritaði bók sína fyrir aðdáendann í bóksölu stúdenta nú fyrir helgi.

Gulli var ánægður með móttökurnar

að aðdáandi Gulla nr 1 hafi fengi fyrstu (og reyndar einu) áritunina.

Ásta var rosalega montin af árituninni sinni

að Eva Sleggja sé dugleg að höstla þessa dagana. Þeir eru víst ófáir sem eru með brostið hjarta eftir hana.

Sleggjan með eitt fórnarlambið

að Tommi hafi lent í óþægilegu atviki þegar að meðleigjandinn hans hafi límt uppstoppaðan fugl á hausinn á honum á meðan hann var í fasta svefni. Það tók svo 5 tíma skurðaðgerð að ná fuglinum af.

Tommi var óvenjuhress miðað við aðstæður

að Ninni Dittu hafi á dögunum fengið tilboð um að leika í kornflex auglýsingu.

Ninni stillti sér upp fyrir kelloggs kallana

að pizzurnar á Kaffi 59 séu þær bestu í heimi

Bestar???

að Onkel Benz eigi erfitt með að höndla pressuna sem fylgir því að vera heimavinnandi húsfaðir.

Benni var mæðulegur þegar ljósmyndari náði að smella af einni

að nýr meistari sé fæddur í skítþjöppunaraðgerðum en sú keppni felst í því að losa sem mestann saur án þess að skipta um buxur.

Kári sigurvegari í sigursaurlosununni

að Raggi Heiðar hafi á dögunum orðið nett slétt flétt ruglaður í kringlunni þegar hann sá verðið á nærfatnaði í Hagkaupum.

Raggi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá verðið

að Raggi hafi að lokum farið í Accessorís og keypt sér rós í hárið.

Raggi var samt nokkuð vonsvikinn með naríurnar

að Bjössi Kolla þurfi að berja af sér ásakanir um samkynhneigð.

Bjössi er hress þrátt fyrir ásakaninar frá Lauga

Jæja, þetta er orðið ágætt í bili. Vil skamma Logna fyrir að klikka á myndunum.

Þangað til næst……

3 thoughts on “Föstudagsslúður

  1. ég að hössla? það var þá! hlýt að hafa verið full…geturu kannski gefið mér upplýsingar um hvar ég geymi þessa ræfla?

  2. Kæra fröken Sleggja, því miður get ég ekki látið það í ljós hvar þessir heiðursmenn eru niðurkomnir vegna 8 gr laga um þagnarskyldu rannsóknarblaðamanna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s