Jæja góðir hálsar, ég hef tekið þá ákvörðun að vera ekkert að koma með svona 100 liða lista því að ég einfaldlega nenni því ekki, get örugglega ekki fundið upp svona mikið um sjálfan mig hvort eð er, enda einstaklega einfaldur maður.
Keppti hálfan leik í gær og komst meiðslalaus frá honum. Unnum 4-2 en hitt liðið gafst upp í hálfleik sökum mannfæðar. Lét Steina minn teipa ökklann til helvítis áður en haldið var af stað á völlinn, tel ég að það hafi gert gæfumuninn hvað ökklann varðaði. Fyrsti alvöru leikurinn er á sunnudaginn kl 6 að Ásvöllum og reikna ég með að verða í eldlínunni þar, vonandi.
Annars er maður bara að slæpast núna, svaf fram að hádegi í dag af því að ég átti það alveg skilið, búið að vera helvítis álag á manni bæði í skólanum og svo einkalífinu en eins og áður sagði þá förum við ekki nánar út í það hér. Reikna með að skutla Steina að göngunum á eftir þar sem Begga tekur fagnandi á móti honum og ber hann áleiðis í nafla aleimsins þar sem hann mun taka upp fyrri störf að selja litlum krökkum nammi og sleikjó.
Annars er maður bara að spá í að skella sér í sturtu og þrífa storknaðann svitann úr rassaskorunni á sér eftir leikinn í gær, gút plan?
Þangað til næst……
mmmmm girnilegt…. úff…. bið að heilsa Steina þínum :o)