Jæja, þá getur maður loksins horft fram á veginn eftir strembna tíma undanfarið. Þetta sumar leggst hálf furðulega í mann. Áður fyrr voru sumrin tími djamms og fyllerís og maður beið alltaf eftir vorinu fullur tilhlökkunar eftir þessum 13 helgum sem framundan voru, og þar var sjómannadagshelgin yfirleitt fremst á meðal jafningja. En nú er nýtt tímabil að hefjast hjá Tommanum og maður er farinn að horfa allt öðruvísi á lífið. Edrú skal það vera og hananú. Maður er einhvernveginn í miklu meira sambandi við sjálfan sig núna og allt allt öðruvísi stemming fyrir hlutunum. Kannski eru það árin sem eru að tala, ég veit það ekki, ég fletti þessu fyrirbæri upp í alfræðiorðabókinni og þar er þetta víst kallað “að þroskast” hvað sem það nú er. Kannski kominn tími á það, en allavena þá horfir maður temmilega bjartsýnn fram á við.
Þið sem hættuð að lesa í þriðju línu… Fokk jú en þið sem hlustuðuð á þetta persónulega væl þá lofa ég að þetta gerist aldrei aftur. Mér líður bara svona og finnst nokkuð fínt að pústa þessu út á bloggið.
Takk
Þangað til næst……
Þú bara stendur þig vel Tommi.
p.s. hvaða orð er þetta “þroskast”?????
mímímímímí….. þroskast??? puff! Djamm Djamm Djamm Djamm Djamm…. jé beibí jé… heheh ;o)
einlægt er skemmtilegt
jamm það var þá kominn tími til að maðurinn þroskaðist