Að vera eða ekki vera….

Að vera eða ekki vera röff töff… Það er spurningin

Oft hefur maður viljað vera svona röff töff í útliti, en hvað er röff töff eiginlega? Persónulega held ég að ég sé ekki þessi röff töff týpa sem margur ungur drengurinn hefur viljað líkjast. Batman er svona svolítið röff töff, með grímu og þreklega vaxinn. Arnold Svartinaggur er svona líka þangað til hann opnar munninn og byrjar að tala. Hugh Jackman aka wolverine er svona töff gæi, ég meina með hnífa í hendinni, hvað er meira töff en það, snilld þegar maður þarf að smyrja brauð og svoleiðis. Predator er röff gæi, með hauskúpur og allskyns gút sjitt hangandi í beltinu sínu, það er töff. Han Solo úr Star Wars var svona líka.. svona lóner með geislabyssu og sá alveg um sig sjálfur og tók ekki við skipunum frá neinum nema að góð peningasumma fylgdi með. Svarthöfði er helvíti töff gæi. Með dimma rödd, allur svartur og með skikkju. Hvað er meira töff en skikkja. Sjáiði bara Zorro, hann var sko töff. En einhvernveginn held ég að ef ég myndi fá mér skikkju og grímu og labba svo um í Kringlunni þá efast ég um að ég myndi fá eitthvað röff töff feedback frá fólki. Líklega yrði nú bara hlegið að mér þannig að hvað á maður að gera???

Oft hefur manni verið líst sem ósköp góðum og sakleysislegum dreng, en það er ekki það sem maður vill heyra. Maður vill að sjálfsögðu vera töff á því. En hvers á maður að gjalda. Maður getur jú bara unnið úr því útliti sem foreldrar manns deildu á mann. Aðallega pabbi samt. Og ekki sé ég hann fyrir mér sprangandi í Batman búningi í Kringlunni ó nei ó nei.

Hérna koma nokkur sjóndæmi um röff töff útlit Tommans eða þannig.


Þetta er nú ekkert rosalega töff er það?


Hvað þá þetta


Ha ha voða fyndið en því miður ekkert röff töff


Og þetta skal nú seint teljast röff töff


Pínu röff en samt ekki


Pínu röff töff en það er bara af því að fiskislor er töff


Þetta er nú pínu töff en shit hvað kollvikin eru orðin há


Það er ekkert rosalega töff að hafa fugl á hausnum er það nokkuð


Rauðakross peysan er held ég ekki að gera sig


Nei þetta er ekki töff Tommi

Ég held ég verði hreinlega bara að sætta mig við að ég verð aldrei fenginn til að leika aðalhlutverkið í nýjustu Batman myndinni eða neitt slíkt því ég er ekkert sérstaklega röff töff 😦
Maður er bara sá sem maður er og því þíðir ekkert að vera að þykjast vera einhver annar, eða eitthvað svoleiðis. Skiljú?

Nennekki að spá meira í þessu.

Þangað til næst…….

One thought on “Að vera eða ekki vera….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s