Þrenna

Jæja gott fólk. Loksins kom Soffi minn í land og gat lagað bloggið, kiss kiss og knúz. Margt hefur drifið á daga Tommans síðan um liðna helgi. Helgin var róleg og Tomminn mætti svo gallvaskur í nýju vinnuna á mánudaginn. Búinn að horfa mikið á EM þar sem að Ítala lúserarnir þurftu að pakka ofan í töskur snemma. Og spurning um að Hollendingarnir þurfi ekki að gera slíkt hið sama í kvöld. En nóg um það. Tomminn er búinn að vera duglegur að moka út úr lengjunni á EM leikjunum en er reyndar búinn að vera duglegur að moka í lengjuna líka þannig að líklegast er maður á sléttu.

Keppti leik með FC Fist á þriðjudagskvöldið þar sem að við spiluðum við Bjartmar Daða og félaga í Marshall Utd. Leikurinn var fjörugur og ekki vantaði mörkin í þennan leik. Marshall komst í 1-0 eftir 16 mínútna leik óverðskuldað og bættu svo við öðru á 20 mín. Fistararnir voru sterkari aðilinn í leiknum og nú fórum við að pressa á þá. Ég byrjaði á bekknum en fór inn á í stöðunni 2-0. Fljótlega eftir það fékk ég stungu inn fyrir og náði að prumpa tuðrunni innfyrir og laga stöðuna aðeins 2-1, fyrsta markið mitt í Utandeildinni. Stuttu síðar fékk ég svo DAUÐAFÆRI sem að ég hefði átt að nýta en á einhvern óskiljanlegan hátt þá náði ég að skófla tuðrunni yfir af hálfs meters færi en ég vil segja mér það til varnar að ég var byrjaður að halla mér afturábak þegar boltinn hrökk til mín óvænt þannig að ég var ekki í bestu aðstöðunni til að skjóta, samt á maður nú að nýta svona færi. Staðan var 2-1 í hálfleik og seinni hálfleikur byrjaði með sama lið og byrjaði fyrri hálfleikinn, semsagt ég á bekknum. á 60 mín komust marshall í skyndisókn og komust í 3-1 mjög ósanngjarnt. Við sóttum án afláts og svo kom að því að maður fékk að fara inná aftur á 65 mín. Þegar ég var að skokka inná af bekknum þá kalla strákarnir á mig og segja að ég verði bara að setja 2 mörk í viðbót, ég brosi nú bara til þeirra og kinka kolli. En á 76 mín eða 4 mínútum fyrir leikslok þá er maður eitthvað að væflast inná teig og Baldur kemst upp kantinn og nær að gefa fyrir, það skipti bara engum togum nema að kallinn sjálfur skallaði bara í nærhornið 3-2. Smá von og 4 mínútur eftir. Svo á 79 mín þá er maður aftur að væflast inní teig og aftur kemur fyrirgjöf, man ekki alveg frá hverjum en það skipti bara engum togum nema að Tommi skallar bara aftur í netið og jafnar fokking leikinn 3-3 og bara 1 mínúta eftir. Allt trylltist af fögnuði enda áttum við þetta alveg skilið og seint skal ég vera tilinn til sterkra skallamanna. Svo taka Marshall menn miðju og einn afglapinn hjá þeim álpast inn í vítateig og stígur á skóreimarnar sínar og dettur á hausinn og annars ágætur dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu sem að þeir skoruðu svo úr 4-3, mjög svekkjandi en svona er boltinn bara. Við tókum miðju og dómarinn flautaði leikinn af. Það má svo geta þess að hver leikur í utandeildinni er bara 2 x 40 mín. En eníveis þá setti kallinn bara þrennu og þar af 2 með skalla sem er nú ekki mín sterkasta hlið hehehe. Hvet fólk endilega að ýta —HÉR— og skrolla niður að 22 júní og sjá allt um leik Marshall og FC Fist, ég allavena fæ ekki leið á að skoða þetta hehehehehe.

Óskið mér til hamingju með þrennuna í commenta kerfið og ég skal lofa að skrifa næstum því aldrei aftur svona langan fótboltapistil aftur aight. Ég er bara svo rosalega sáttur við að hafa skorað þrennu, æ mín hú vúldnt bí aight.

Þangað til næst…….

6 thoughts on “Þrenna

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s