Sit hérna í vinnunni, lítið að gera, reyna að blogga eitthvað en dettur ekkert skemmtilegt í hug, spurning hvort maður ætti að fara út í einhverjar kúkasögur eins og hún Rebba gerir svo nett, spurning um að tala um mat og matarboð eins og hún Fanney Dóra, jafnvel spurning að blogga um ævintýri mín eins og Sleggjan fer svo nett með sín ævintýri á sinni síðu, en þar sem að Tomminn þjáist af rithægðartregðu á háu stigi hef ég ákveðið að koma með reynslusögu úr lífi Tommans.
Fyrirgefðu Ninni en þetta varð að flakka einhverntímann.
Þannig var mál með vexti að einn fagrann vordag árið 1998 þegar Tomminn var á sínu 22 aldursári ákvað kallinn að skreppa til Ítalíu og sjá leik með sínum heittelskuðu Inter mönnum spila við AC Milan. Tommanum þótti verra að þvælast alla þessa leið aleinn þannig að hann dobblaði Ninna litla bróður sinn með sér. Ninni sem þarna var á sautjánda árinu lítill og mjór var alveg til í þetta.
Það fór svo þannig að bræðurnir stóðu gallvaskir á Leifsstöð tilbúnir í ný ævintýri. Ferðin sjálf var mjög fín en flogið var frá Keflavík til Luxembourg þar sem tók við 12 klst rútuferð yfir til Ítalíu. Frekar þreytandi rútuferð en ferðin var ódýrari fyrir vikið. Sem betur fer var klósett í rútunni þannig að menn gátu gengið örna sinna óáreittir því mikið var um bjórdrykkju í þessari rútuferð. Við bræður létum nú bjórinn eiga sig þótt flestir aðrir væru orðnir nokkuð hressir.
Dvölin á Ítalíu var mjög fín. Mínir menn í Inter rúlluðu AC Milan upp 3-0 þar sem að Diego Simeone og Ronaldo skoruðu mörkin. Mjög fínt en strax eftir leikinn var farið beint upp í rútu og haldið af stað áleiðis til Luxembourg. Kl var orðin nokkuð margt þannig að flestir reyndu bara að halla sér. Um kl 4 á mánudagsmorgninum er stoppað í einhverri skítabúllu þar sem að við bræður gátum fengið okkur eitthvað í gogginn.
Eitthvað hefur maturinn sem Ninni fékk sér farið eitthvað illa í karlangann því hann fékk þessa líka heiftarlegu magapínu strákgreyið þannig að hann gat sig bara ekkert hreyft.
Svo líður og bíður og þar sem við sitjum þarna fremst á efri hæðinni í rútunni þá gýs allt í einu upp þessi líka svakalega skítalykt marr uuuusss, þið trúið því ekki en þetta var rosalegt. Ég lít svona niður til Ninna þegar ég finn þessa lykt og þá lítur hann svona upp til mín eins og lítill kjölturakki með stórum biðjandi augum alveg rosalega aumkunarverður og setur puttann upp að vörunum á sér og svo kemur svona hljóðlegt sssss. Kvikindið ég gat ekki setið á mér við þessa sjón að ég hreinlega sprakk úr hlátri. Þetta var alveg óendanlega fyndið og var fólkið sem var aftar í rútunni farið að veita okkur athygli. Það komst að því svona 4,3 sekúndum síðar af hverju ég var að hlæja. Mökkurinn fór eins og eldur um sinu út um alla rútuna og setningar eins og “Hva, eru strákarnir búnir að drulla í sig þarna fram í” og “Djöfulsins lykt er þetta eiginlega, hver dó” fóru að heyrast og alltaf hló ég jafn mikið. Ninni sem lá þarna í sætinu fölur og fár var ekki með bros á vör þegar þarna var komið við sögu. Eftir langan tíma (örugglega heil eilífð í huga Ninna) komum við loksins til Luxembourgh. Við bræður vorum með þeim fyrstu sem stigum út úr rútunni og það skipti þá engum togum nema að ég heyri bara “Tommi, þú tekur töskurnar” og svo sé ég bara á eftir Ninna hlaupa inn í flugstöðina, væntanlega til að fara að tefla við páfann.
Svo eftir þónokkurn tíma kemur drengurinn loksins út, búinn að misnota kamarinn allsvakalega, kemur röltandi að borðina þar sem við sitjum ég og 2 félagar okkar. Röltir þetta í rólegheitunum stoppar svo þegar hann á svona 2 metra eftir og snýr við og hleypur í fússi aftur á kamarinn, round two. Aumingja strákurinn, ekki hefði ég nú viljað vera í hans sporum þarna uuuussss. Sitjandi í rútu alveg að drulla í sig vitandi að það eru amk 6 klst í næsta stopp.
Við bræður höfum nú oft hlegið af þessari sögu eftir á en ég efast um að honum hafi verið hlátur í huga á meðan á þessu stóð.
Þangað til næst……
hahahahahaha……..
Múhahahahahaha 🙂 Ein af þeim betri sögum sem ég hef heyrt Tommi.. .GÓÐUR!
heheheheheheheeheheheheheh ég man þetta helvíti eins og þetta hafi gerst í gær… usssss alltaf jafn fyndið…. hehehe. Þessi magapína verður seint toppuð.
Tihihihihi…. Ninni alltaf jafn flottur, mann langar bara í þig við þessar sögur gggrrrrr…. eða ekki!
heheh… snilld…. Góður!!!
Ef að sagan gerir Ninna sexý þá er tilgangnum náð
sexy hmmm veit ekki alveg…ma eg hugsa pinu…
hva… ákkuru þarf alltaf allt að snúast um kynþokkan… koooommmmon???