Var að lesa blogg hjá einni vinkonu minni sem var að tala um Spiderman og ég má til með að vitna í hana Ingveldi:
“Mér fannst vondi karlinn í þessari spiderman mynd frábær, uppfinningarmaðurinn Otto Octavius sem var með átta útlimi. Hins vegar var Green Goblin í fyrri myndinni ekkert spes og var leiðinlegt illmenni. Samt eru þessar blessuðu myndir svo kjánalegar, ég meina…afhverju skítur spiderman vefnum sínum ekki út út úr afturendanum á sér eins og alvöru könguló?”
Hehehehe, já af hverju ætli Spiderman skjóti ekki vefnum út um rassgatið á sér eins og venjulegar kóngulær??? Spáum aðeins í því:
1. þá væri myndin bönnuð inn að 18 ára aldri.
2. Stellingarnar þegar Spiderman væri að sveifla sér á milli háhýsa væru hreint og beint hneykslanlegar
3. Spiderman þyrfti alltaf að snúa sér við eða bakka að bófunum til að festa þá í netið sitt (frekar seinlegt)
4. Slæmt að þurfa alltaf að moona á liðið líka.
5. Þá væri hann augljóslega ekki eins svalur
Ingveldur fær prik í kladdann fyrir þennan skemmtilega punkt.
Þangað til næst…..