Hvet alla sem úlpu geta valdið að mæta á Ásvelli í kvöld að styðja hið gríðarlega skemmtilega utandeildarlið FC FIST kl 21:00. Þar eigast við Dragon sem eru með 7 stig og Fistarar sem eru með 6 stig þannig að það er mikið í húfi, 6 stiga leikur og getur fallið báðum megin. Hinn slasaði Dabbi Wíum hyggur á endurkomu í markið og verður gaman að sjá hvernig það gengur. Svo er ofurstrækerinn/kantmaðurinn Tommi með smá kvef og úthaldslítill en hann er hvort eð er ekki með neitt úthald þannig að það ætti ekki að koma að sök.
Ef þið ýtið —HÉR— þá getið þið séð gengi FC FIST í sumar sem er ekkert til að monta sig af. Allir á Ásvelli í kvöld kl 21:00 og hvetja Tomma sinn aight.
Þangað til næst……
nohh… bara þrenna í einum leiknum…. er þá eitthvað spunnið í þig eftir allt saman?