Ó mæ god

Var að keppa í gær sem að ég auglýsti svona smekklega hérna í síðasta pistli, hefði betur sleppt því enda fór þetta ekkert alltof vel. Hægt er að skoða úrslitin á linknum á síðasta pistli því ég vil síður tjá mig um þau hér. En ég ítreka að ég er ekkert reiður yfir þessu, pínu leiður en ekkert reiður eins og eftir síðasta leik. Málið er nebblilega að við vorum 15 sem vorum mættir þarna í góðum fíling. Tommi var í byrjunarliðinu á hægri kantinum en var kominn með einhvern kvef skít þannig að ég ætlaði ekki að spila mikið í þessum leik, enda alveg úthaldslaus með öllu. Leikurinn byraði og við Fistarar vorum í góðum gír í fyrri hálfleik og vorum 2-1 yfir í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks þá meiddust allir varamennirnir okkar í einu þannig að engvir voru skiptimenn til skiptanna við okkur hina. Dauðþreyttur Tomminn gat ekki mikið aðhafst því enga fékk hann skiptinguna til að hvíla sig og það sama mátti segja um hina naglana í Fist. Enda kláruðu hitt liðið okkur á síðustu 15 mínútum leiksins með hverju markinu á fætur öðru og við gátum bara ekkert gert enda alveg búnir á því. Svo vantaði okkur nokkra leikmenn sem hafa verið að skila sínu í sumar. Einn er nú löglega afsakaður enda með spúsunni í Frakklandi, en svo er annar sem fannst bara sniðugt að skella sér á 50 aurana í laugardalshöllinni…. DORK.

Eníveis þá veitir Tommanum ekkert af því að ná sér í smá úthald einhversstaðar. Ef einhver veit um ódýrt úthald til sölu endilega láta kallinn vita aight.

Þangað til næst……

2 thoughts on “Ó mæ god

  1. Eg get selt ter litid notad drykkjuuthald, en tu munt orugglega nota tad enn minna en eg tannig ad holdum tvi bara a sinum stad…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s