Hibbidíhæ

Fór vestur á hjólinu með Rúnkuna aftaná. Byrjuðum á að fara í Staðarsveitina þar sem hinn margfrægi Kibbi Jóns og Sigrún frænka voru með fellihýsafjölbýlishúsið sitt á 30+ hektara svæði. Stoppuðum þar í smá stund og spjölluðum, fórum svo inn í Hólm þar sem danskir dagar voru og þvílíkur ofboðsins fjöldu af ofurölvuðu liði á öllum aldri að það hálfa hefði verið mikið meira en nóg. Nenntum nú ekki að hanga lengi þarna og fórum bara heim um hálf tvö leitið. Fínt semsagt. Drifum okkur svo af stað upp úr eitt til þess eins að Tommi gæti náð að sjá sína heittelskuðu man jú menn tapa fyrir Eið Smáa og félögum í Chel$ki. Piff.

En guð minn góður hvað Gunnar Helgason er ofboðslega lélegur þulur. Jesús minn, ég vona bara að þessum manni verði aldrei hleypt í míkrafóninn aftur. Þvílíkt og annað eins. Hvert gullkornið flaug á fætur öðru. “United er sigursælasta lið enskrar knattspyrnu frá upphafi” ég held nú að einhverjum púllurum hafi nú sviðið undan þessari vitleysu því eins og allir vita þá er United ekki alveg búnir að toppa árangur Liverpool á áttunda og níunda áratugnum. Og það að hafa Arnór Gudjohnsen að lýsa með honum… uuuussss, hann var ekkert hlutdrægur, nei nei.

Annars var virkilega gaman að horfa á enska boltann þegar ensku þulirnir eru að lýsa. Þar eru greinilega atvinnumenn í þessu en ekki einhverjar útbrenndar barnaleikarar með ömurlegan húmor. Láta Snorra lýsa stórleikjunum en allt hitt með enskum þulum og hananú.

Þangað til næst…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s