Er undarlegt að maður sem er að nálgast þrítugt hafi aldrei komið á Þingvelli???
Mér finnst það. Ég skellti mér nefninlega í jómfrúarferð á Þingvelli í gær því ég hafði aldrei á minni lífslöngu ævi komið á þann margfræga stað. Ég og Viggi hjóluðum þangað í gærkveldi og þvílíkt og annað eins. Þvílík yfirþyrmandi náttúrufegurð að það hálfa væri nóg. Svo er þetta bara örstutt frá Reykjavík. Fáránlegt að maður hafi aldrei komið þarna áður. Bara haft c.a. 27 ár til þess en aldrei nennt.
Svo eru líka fullt af öðrum stöðum sem maður hefur aðeins séð á póstkorti. Staðir eins og Gullfoss og Geysir og svoleiðis gút sjitt. Maður þarf að setjast niður næsta sumar og hripa upp einhverri ferðasjeddjúl og bruna um Ísland og skoða sig um. Engin spurning.
Þegar maður aulaði því út úr sér að maður hafði aldrei komið til Þingvalla þá göptu bara allir eins og það væri eitthvað sjálfsagt mál. Hnuss. Big Goj spurði með hneikslunartón hvað ég væri eiginlega gamall. Maður varð bara hálf skömmustulegur hmm ha. En kallinn er búinn að bæta úr því núna og hefur gerst svo frægur að koma á þingvelli og rölt um á slóðum forfeðra okkar og leyst vind í almannagjá og hananú.
….og eitt enn. Ég er EKKI samkynhneigður.
Þangað til næst…..
Vó… Þingvellir eru geggjað flottir.. en ég held að það sé alveg slatti af Íslendingum sem hafa bara ekki séð landið… t.a.m. hef ég aldrei komið í Bláa lónið – ekki það að mér finnist það ýkja djúsí að liggja í húðögnum milljón manna, en áfangi engu að síður… 🙂
CONGRATZ og þá meina ég ekki með Þingvelli heldur með gagnkynhneigðina.. hjúkkett
hei eg hef ekki enn komid a tingvelli og ekki enn i blaa lonid, en tad er rett, madur verdur ad fara ad drulla ser ietta
og ja, eins og eg hef oft sagt…runa hefur alltaf verid frekar karlmannleg
trui ter ekki fyrr en tu kemur med yfirlysingu i blodin eins og jonsi gerdi…tad trudu honum allir er tad ekki?
Ég hef aldrei komið til Þingvalla og ég er geðveikt svalur
hei sko ef maggi jobba er svalur ta er eg gagnkynhneigd!!!
Ég get varla beðið eftir föstudagsslúðrinu Tommi! Long time… eh?!? 🙂