Bæringsstofa!

Ég er búinn að vera að renna í gegnum myndirnar frá Bæringsstofu og þvílíka snilldin sem þetta er. Þarna má í rauninni sjá sögu Grundarfjarðar í myndum. Og þarna sér maður líka hversu ofboðslega góður ljósmyndari hann Bæring Heitinn var, maður bara gerði sér ekki grein fyrir þessu þegar maður var gutti. Manni fannst bara fyndið hvað kallinn sem var alltaf með myndavélina um hálsinn var spaugilegur. En það sem þessi maður skildi eftir sig er ómetanlegt finnst mér.

Mæli með að allir kíkji á þessar myndir —HÉR— og skoði úr sér augun.

Hér koma svo nokkrar merkilegar myndir sem ég fann hehehe. Smellið bara á þær til að sjá stærri útgáfur.


Hérna má sjá nokkra Grundara í eighties fýlingnum og þar á meðal Benna frænda, Össa og Ragga Alfreðssyni og svo Gumma Mundu ofl hehehehe


Hérna má sjá Ísdrottninguna sjálfa ásamt foreldrum sínum á árum áður. Svo má sjá Jóa Ödda þarna í bakgrunninum


Hérna má svo sjá Vigga Runna fyrir c.a. 10+ árum í góðum gír. Gott ef það glittir ekki í Helgu P þarna líka svei mér þá


Hér er svo önnur mynd af Vigga fyrir c.a. 20+ árum ásamt Dodda Ragnheiðar og að mér sýnist Gumma Þorra


Og ef mér skjátlast ekki að þá er þetta Rutlan hérna að taka sporið


Hérna er svo hann Guðmundur Hinrik Guðmundsson eða Gvendur á Skerðingsstöðum heitinn en Ninni bróðir er skýrður í höfuðið á þessum heiðursmanni


Þetta er svo uppáhaldsmyndin mín en hérna má sjá Pabba minn alveg hellaðann áðí ásamt fleirum kunnum andlitum hehehe

Mæli með að allir kíkir á Bæringstofu og skoði fleiri skemmtilegar myndir.

Þangað til næst….

4 thoughts on “Bæringsstofa!

  1. Fyrir utan það að vera að missa sig í einhverju gríni, þá er þetta nú alveg skelfilega skelfileg mynd !!! En það má samt hlæja að þessu 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s