Já dömur mínar og herrar, þá er komið að því. Brotna hönd Tommans er öll að gróa og það er kominn tími á eins og eitt gott föstudagsslúður aight.
Heyrst hefur…….
að Heisi hinn sveitti sé nú að æfa sig af miklu kappi fyrir árlegu John Travolta keppnina sem haldin verður á Borðeyri um næstu mánaðarmót.
Eins og sést hérna þá er Heisi í fínu formi þessa dagana
að Tryggvi Hadda hafi rétt svo unnið bolann Guttorm í keppninni um lengstu tunguna.
Tryggvi er með ansi langa tungu
að Heisi og Ninni hafi einu sinni verið litlir.
Það hefur nú eitthvað tognað úr drengjunum
að rauða línan hjá fröken E.E sé starfrækt af mikilli leynd.
Þótt ótrúlegt megi virðast að þá er frk E.E ekki að tala við mömmu sína á þessari mynd
að litli trommuleikarinn sem hún Sigga Beinteins söng um hérna um árið sé í raun ættaður úr Grundarfirði.
Litli trommuleikarinn er náskyldur litlu stúlkunni með eldspýturnar
að partýgeiturnar Rúnka og Svínka máli yfirleitt bæinn rauðan þegar nær dregur áramótum.
Vinkonurnar eru yfirleitt eiturhressar
að Rokklingarnir hafi átt kombakk ársins þegar þeir létu plata sig í að syngja afmælissönginn fyrir Kibba Rabba.
Rokklingarnir voru klappaðir upp þrisvar eftir að hafa tekið guttavísur
að súludansmeyjarnar á Club Sóðal séu af íslensku bergi brotnar.
Dorada kemur fram undir dulnefni
að asninn á myndinni heiti Rúna.
Múldýrið var ekki sátt við að hafa þennan asna á bakinu
að Tinna Magg sé iðulega í fíling þegar hún fær ókunnugt fólk til að pota í sig.
Þessi mynd tekur af allan vafa
að Þjóðlagatríóið “þrír á palli” syngi yfirleitt af mikilli innlifun þegar þeir eru nýbúnir að borða sinnep.
Hérna eru félagarnir nýbúnir að innbyrða sitthvora dolluna af dijon sinnepi
að þeir sem reyni að sæða belju án þess að hafa farið í dýralæknanám eigi ekki von á góðu.
Eins og þessar myndir bera með sér að þá er þetta háalvarlegt mál
að Ísdrottningin sé sólgin í saltaðar geirvörtur með kavíar.
Hér er Ísdrottningin að gúlla í sig 37undu geirvörtunni
að veldi karla sé endanlega hrunið.
Þessi mynd náðist rétt eftir að síðasta vígið féll
Held að þetta sé nú bara orðið nokkuð gott í bili.
Endilega commentið á hvernig til tókst.
Þangað til næst……
Huhummmm …. Ef ég væri þú þá myndi ég passa hina höndina… alla vega ættirðu ekki að láta þér bregða ef þú vaknar með nokkur brotin bein á morgun… ASSHOLE
Nokkuð góður Tommi!!! Þú verðr samt að hætta slúðra um hana Rúnu! Er farinn að efast um að höndin hafi brotnað á fótboltaæfingu?
Er farinn að hlakka til næsta föstudags.
Snilld.. ánægður með asnann