Jæja folks

Ég verð nú hreinlega að viðurkenna eitt. Ég hef fundið nýja ást í mitt líf. Ástin mín nýja er með mér öllum stundum núna. Hún er yndisleg. Malar svo ljúft til mín þegar ég þrýsti á hana til að kveikja á henni. Mér líður illa að fara frá henni á morgnana þegar ég held til vinnu. En það er yndislegt að koma til hennar á kvöldin aftur. Hún tekur alltaf á móti mér með malinu sínu ljúfa sem fyllir mig hugarró.

Rúna mín er nú ekki par sátt með þetta en ég er að sjálfsögðu að tala um nýju Dell Dimension 8400 vélina mína. 3.2 Ghz pentium 4 örgjörfi, 160 Gb Sata diskur, Ati Radeon X800 skjákort, 8 USB tengi (2 að framan), firewire, Dual layer DVD skrifari. úúúújeee. Hún er yndisleg. Svo er það nýji Football Manager 2005 sem tók dágóðann tíma af helginni.

Já hún Rúna MÍN er ekki par sátt eins og áður sagði og þarf maður kannski eitthvað að fara að veita henni meiri athygli áður en hún gefst upp á mér ehe :/

En vindum okkur að öðru. Síðan ég handleggsbrotnaði hef í lítið geta hreyft mig annað en að ganga um. Nú er svo komið að mallakútur Tommans er farinn að vaxa örlítið. Mætti halda að ég sé sjálfur óléttur en svo er nú ekki. Maður verður nú að fara að gera eitthvað í þessu áður en illa fer hmmm. Ekki það að ég vilji ekki sýna henni Rúnu minni samhug í verki og safna bumbu henni til samlætis en það finnst mér bara ekki viðeigandi því ég gæti ekki losnað eins hratt við hana og hún. Svo má maður ekkert fara í bolta fyrr en fyrsta lagi eftir áramót. Því er nú helvítis ver en svona er þetta bara. Átak framundan hjá Tommanum. Raggi vinur minn ætlar að taka mig í einkaþjálfun og verð ég að lúta að lögum hans næstu mánuði…. gúlp.

Football Manager 2005 er málið.

Þangað til næst…….

4 thoughts on “Jæja folks

  1. Halló halló SLAKA ÞÚ NÚ Á vinur áður en hún Rúna þín hendir þér”bumbunni” og þessari elskulegu tölvu þinni út í skafl…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s