Of mikið af tölvuleikjum

Ég varð fyrir undarlegri lífsreynslu í morgun þegar ég lá uppí rúmi á milli svefns og vöku. Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera veikur undanfarið og í þessum veikindum mínum hef ég verið svolítið duglegur að skjóta þjóðverja í Call Of Duty leiknum.
En svo þegar ég lá uppí rúmi í morgun og var að rembast við að vakna að þá, alltaf þegar ég lokaði augunum sá ég litla þjóðverja með byssur sem voru að beygja sig og fela sig, alveg eins og í leiknum. Frekar wierd. Svo var líka annað sem henti mig í gær þegar ég var nýbúinn að spila COD og var svo að vafra á netinu að þá keyrir svona stór vörubíll framhjá og hljóðið í honum var alveg eins og í skriðdrekunum í leiknum. Það skiptir engum togum nema að kallinn kippist allur til og fer í skotstöðurnar. En á 2 sekúndum var ég búinn að átta mig á að þetta var bara venjulegur vörubíll og ég væri bara venjulegur tölvunörd.

Ég er mikið að spá í að leggja Call Of Duty á hilluna í bili því maður er farinn að verða geðveikur á þessu.

Jamm, maður verður að fara bara aftur í solitaire held ég.

Þangað til næst…..

3 thoughts on “Of mikið af tölvuleikjum

  1. Tommi: ef þú værir alki héti þetta delerium tremens. Slökktu á tölvunni klæddu þig vel og viðraðu frúna það sem eftir er dags ef hún er að vinna -viðraðu Steina í tilefni dagsins!

  2. Og ég sem hélt að ég væri tölvusjúklingur, en núna er Tommi víst búinn að sanna að ég á langt í land með að vera eins sjúkur og hann.
    Ég held þú eigir að fara í tölvumeðferð!!!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s