Gúrkutíð

Já góðir hálsar. Það er gúrkutíð hjá Tommanum núna og hann veit bara ekkert hvað hann á að skrifa um. Þannig að hér flýgur ein hrakfallasaga af Tommanum sjálfum. Alveg sjóðheit síðan í gær.

Þannig var mál með vexti að maður er orðinn fölur og fár og þá var brugðið á það ráð að kaupa eitt stk ljósakort fyrir mig og spúsuna. Svo var farið og skellt sér í ljós í gær og ekkert flóknara en það að kallinn sem leit út eins og hundrað ára gamall hundaskítur, skað brann allur og lítur núna út eins og sólbrúnn úthafskarfi á túr. Bakið, lærin, kálfarnir, hendurnar og maginn, allt eldrautt og sjóðheitt. Það er hægt að spæla egg og steikja beikon á maganum á mér og hefur Steini Jobba nýtt sér það til fullnustu því kallinn hefur steikt nokkrar fleskjur á mallakútnum.
Þetta er frekar óþægilegt ástand en búast má við að roðinn verði vonandi búinn að breytast í fallega brúnku fyrir jól.

Þangað til næst……

One thought on “Gúrkutíð

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s