Mæómæ

Nú er Rúna mín búin að vera alveg hörku dugleg að bóka gistingu, ferðir, út að borða og ég veit ekki hvað og hvað úti í London. Held meira að segja að veitingastaðurinn hans Jamie Oliver sé einn af áfangastöðum ferðarinnar. Að sjálfsögðu er gellan mín líka búin að bóka hótel í Manchester á meðan við förum þangað til að fara á Old Trafford (vonandi, fæ að vita í byrjun febrúar). Það verður semsagt nóg að brasa á meðan við verðum úti.

Var að koma af æfingu með utandeildarliðinu FC Fame, ekki það að maður sé að svíkja lit (FC FIST RÚLAR) heldur bað Ingi vinnufélagi minn mig um að kíkja með og þáði ég það með þökkum, enda þarf maður nú að drulla sér í form fyrir sumarið. Semsagt, annar fótboltatíminn minn síðan handarbrotið mikla átti sér stað orðinn staðreynd, og það meira að segja stór áfallalaust, ekki það að maður hafi verið að gera neinar rósir þarna en hreyfingin var fín.

Fínt að kommentakerfið er komið í lag, maður var farinn að halda að enginn vildi neitt kommenta og olli það miklum hugarangri hjá undirrituðum. En að sjálfsögðu reddar Soffi minn þessu eins og öllu tölvtengdu sem maður á í vandræðum með (kiss kiss Soffi minn).

Jæja, best að fara að drulla sér í háttinn ef maður á að vera hress í ræktinni kl 7 í fyrramálið.

Þangað til næst……

5 thoughts on “Mæómæ

  1. Jamm, það fór nú svo að Tomminn vaknaði kl 06:30 og snúsaði til 08:30. Ekki mikill tími fyrir ræktina þar hmmmmm. Meira svona zzz zzz zzz

  2. Ég held að þetta sé bara einfaldasta leiðin til að tjá sig eitthvað við hann Tómas.. Því ekki er hann nú þekktur fyrir að slíta sig frá skjánum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s