Þetta er svei mér þá búið að vera skrítið. Á miðvikudagskvöldið er Rúna að koma úr sturtu og þá byrjar vinstri fóturinn á henni að bólgna upp. Hún hringir í lækni og er kölluð inn á sjúkrahús. Þar, eftir tveggja og hálfs klst bið er henni tjáð að það sé möguleiki á að þetta sé blóðtappi og að hún þurfi að fara í rannsókn. Hún er lögð inn á spítalann og ég sendur heim. Svo fer hún í rannsókn á fimmtudeginum þar sem þetta er staðfest. Hún er með blóðtappa í náranum vinstramegin og þarf að fara í uppskurð. Þetta væri ekkert svo mikið mál ef hún væri ekki ófrísk en þannig er mál með vexti að þetta er mikið mál.
Ég fékk að gista hjá henni í nótt upp á Borgarspítala. Allir þar eru æðislegir og miklu betri samskipti og upplýsingaflæði til sjúklinga heldur en á kvennadeildinni.
Akkúrat í þessum skrifuðu orðum er Rúna mín að fara í aðgerð og mér líður ekkert smá illa yfir þessu. Mig hlakkar svo til að hitta hana aftur eftir hádegið að ég er að farast.
Veit ekki hvað ég á að segja nema að ég elska hana meira en allt annað. (fyrirgefið væmnina en svona líður mér bara)
Þangað til næst……
Ósköp er nú leiðinlegt að heyra þetta! Ég vona bara að þetta gangi rosalega vel, nóg er hún nú búin að þurfa að þola!
Ég bið rosalega vel að heisla ykkur og hugsa til ykkar!
Kv. Jóhanna
Gangi ykkur vel tommi minn og vonandi fer þetta allt vel.
Af því ég veit að þetta fór vel þá verðuru bara extra góður við hana á konudaginn… og horfir á leikina á S’YN 🙂
Halló, engir leikir þessa helgi. Bara dekra við Rúnu, hún á það skilið.