Ný íbúð fyrir Tomma og Rúnu

Já, við fengum íbúðina okkar á laugardaginn. Fínt fínt, nú er bara að skvetta smá málningu á veggina og kannski loftið og þá ætti þetta að verða klárt. Það þarf reyndar að flikka aðeins upp á eldhúsið en ég hugsa að heilsu minnar vegna sé best að leyfa Rúnu að stjórna þessu. Það er semsagt fjör framundan í Blöndubakka 10. Vonandi að við flytjum einhverntímann eftir páska.

4 meðlimurinn er kominn í ofurmótorhjólaracerklúbb Grundarfjarðar. Ninnmundur er nefninlega búinn að fjárfesta í einum racer árg 75, 26 hestöfl og 480 kg. Ofur græja alveg. Til hamingju Ninni.

Ég er að braggast af þessum lasleika sem betur fer enda kominn á sýklalyf. Reyndar eru þau þess valdandi að ég er með vatnshægðir í hvert skipti sem ég þarf að losa en það verður bara að hafa það.

FC Fist var að keppa í sínu síðasta móti í gær en þegar það keppir næst mun það heita eitthvað annað, sem betur fer. Hrannar og Gæi voru að keppa með okkur. Ekki það að Gæi hafi ekki verið hress en come on Gæi, Ælandi eins og múkki eftir fyrsta leikinn. Rólegur í eplasnafsinum svona daginn fyrir leik.

Þangað til næst….

2 thoughts on “Ný íbúð fyrir Tomma og Rúnu

  1. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s