Erfið helgi að baki

Já maður er þokkalega búinn eftir þetta mikla ferðalag. Á fimmtudaginn lögðum við Viggi af stað einhverntímann eftir kl fjögur og hjóluðum áleiðis í Borgarnes þar sem Maggi og Ninni biðu eftir okkur. Svo fórum við í Bauluna og fengum okkur að éta hjá Kibba og Sigrúnu. Svo var brunað alla leið í Varmahlíð þar sem við tókum þátt í stærstu hópkeyrslu sem ég hef séð. Það kom meira að segja mynd af kallinum í mogganum á föstudaginn, bls 2 til að vera nákvæmur (fyrir miðju) Þar er kallinn að spóka sig á 35 km/h innan um eintóma hippa. Hinir úr klúbbnum voru þarna aðeins fyrir framan og náðust þar af leiðandi ekki á mynd.

Á föstudeginum 17 júní hjóluðum við til Húsavíkur og hittum öll ættmennin hans Magga. Þar buðu Unnur og Torfi okkur í köku og svo fórum við í kjúlla til Unnar og Trausta. Takk kærlega fyrir okkur segi ég nú bara. Þetta var alveg eðall og vel tekið á móti okkur.

Á laugardeginum hjólaði ég svo bara einn til Grundarfjarðar nánast í einum rikk. Stoppaði örstutt á Blönduósi og tók svo bensín í Baulunni. Ástæðan fyrir því að maður dissaði drengina svona var náttlega að maður saknaði Rúnu og lilla litla svo rosalega mikið. Enda var maður þokkalega lúinn á laugardagskvöldið eftir alla þessa kílómetra. Meikaði ekki einu sinni að skella mér á ball hvað þá meira.

Svo var bara brunaði í bæinn í gær í grenjandi rigningu. Þar fékk nýi mótorhjólagallinn minn sína fyrstu alvöru þolraun og stóðst hann hana með prýði. Hélt öllu vatni og vind frá líkamanum eins og vera ber og rann maður alveg skrjáfaþurr inná bílaplanið við blöndubakkann rétt tæplega sex í gær.

Þá hafði maður nokkrar mínútur til að búa til leikskýrslu og græja sig fyrir leikinn sem byrjaði 19:30 í gærkvöldi.
Leikurinn var mjög skemmtilegur og mikil barátta. Við í Vatnsberunum vorum klaufar að klára ekki dæmið. Þeir skorðuðu kolólöglegt mark í fyrri hálfleik enda sóknarmaðurinn þeirra einhverjum 4-5 metrum fyrir innan vörnina. Í seinni hálfleik jafnaði Hrannar leikinn eftir hornspyrnu frá Arnari. Mínútu síðar gerðum við aulamistök í vörninni sem kostaði okkur mark 2-1. þegar 10 mínútur voru eftir jafnaði Danni leikinn eftir hornspyrnu og staðan orðin 2-2. Allt stefndi í framlengingu en þegar 2 mínútur voru eftir náðu Bundes að skora eftir annað klúður í vörninni hjá okkur. Helvíti svekkjandi en svona er þetta bara.

Jæja, ég held að þetta sé komið nóg af bulli í bili

Þangað til næst……

2 thoughts on “Erfið helgi að baki

  1. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

  2. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s