Partýið í gær

Já partýið í gær var athyglisvert með meiru. Það er ekki á hverjum degi sem maður gengur inní partý og gestgjafinn stendur í rauðum Iron Maiden bol með sleif í hendinni og hrærir í plokkfiskpotti. Jón bauð gestum upp á plokkfisk með kartöflum og var þetta nú bara helvíti gott hjá kallinum. Partýið byrjaði nú með hefðbundnum hætti og mikið spjallað og mikið hlegið. Þetta var fámennt en góðmennt og alveg þræl gaman. Þegar nær dró miðnætti var gestgjafinn orðinn doldið valtur í sessi og virtist missa heyrn með hverri mínútunni sem leið því hann vildi alltaf hafa Maiden í botni þannig að ekki var hægt að ræða saman þarna inni. Ég var feginn þegar við loksins fórum að tygja okkur niður í bæ því mér leist orðið ekkert á ástandið á kappanum. Á leiðinni niður í bæ eru allir í fíling að hlusta á And Justice for all, ég dreif mig að henda öllum út úr bílnum og dreif mig svo heim. Takk fyrir mig Jón Frímann og Vatnsberar.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s