Gott að búa í Breiðholti

Á laugardagsmorgunin vöknuðum við Rúna við að einhver var að spila Prins Póló í botni aftur og aftur. Það má geta þess að klukkan var rétt rúmlega 9. Rúna fer frekar pirruð niður og komst að því að lætin komu neðst neðan úr kjallara úr einhverju leiguherberginu. Þar mætir henni afskaplega kurteis blindfullur drengur sem spyr hvort hún fýli ekki Prins Póló. En hann sagðist vera að fara í “annað partý” fljótlega. Ekki linnti látunum þann daginn og svo um sex leytið þá heyrast þessi þvílíku brot hljóð og barsmíðalæti fyrir utan. Við Rúna förum út á svalir sem og aðrir íbúar í íbúðunum við hliðina og fyrir ofan og þar sjáum við þennan sama dreng og um ræddi hér fyrir ofan, alblóðugan öskrandi og æpandi út úr ruglaðann. Þá var hann búinn að kýla í gegnum rúðuna á hurðinni niðri og allur skorinn og blóðugur. Mamma þessa drengs hringdi bara á lögguna og lét hirðann, sem betur fer. Djöfulsins skítapakk. Gaurinn sem leigir hjá okkur Rúnu var alveg brjálaður yfir þessu. Enda skiljanlegt þar sem að hann kom heim úr vinnu kl 3 á föstudagsnóttina, þá var standandi partý, og fór aftur í vinnu kl 2 á laugardeginum, þá var ennþá standandi partý, og aumingja leigjandinn okkar gat ekkert sofið og var ekki að spara lýsingarorðin þegar hann hringdi í mig til að kvarta. Hnuuusssss.

En nóg um það, ég verð bara pirraður af því að tala um þetta dópistafífl.

Og eitt enn… ég á sætustu og bestustu konu í heimi. Og sætasta barn líka 🙂

Þangað til næst……

3 thoughts on “Gott að búa í Breiðholti

  1. ÓMÆGOOOOD!!!! bara henda svona pakki út á gaddinn maður! hnuff! æji þú ert svo sætur Tommi – og ég efast ekki um sætleika þinnar fjölskyldu 😉 …bið að heilsa – ps. allir að taka þátt í könnuninni á síðunni minni 😛

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s