Gott ráð

Ég er með brilliant ráð fyrir þá sem eru að baxa með frosnar læsingar í tíma og ótíma. Málið er nefninlega að ég hef oft lent í þessu á morgnana og þykir mér að miður skemmtilegt. Svo um daginn fór ég og keypti með 4 dúnka af lásaolíu, þegar ég segi dúnka þá er þetta nú ekki það stórt um sig, þetta geng ég með í vasanum dags daglega og viti menn, sama hversu mikið frost er, aldrei frýs læsingin. Hvort sem það er lásaolíunni sem ég sprautaði í læsinguna fyrir mörgum vikum eða bara sú staðreynd að ég geng ennþá með þessa 4 dúnka í vasanum ennþá. Ég held nefninlega að það sé síðari skýringin. Um leið og ég myndi setja þessa 4 dúnka af lásaolíu uppí skáp að þá myndi læsingin frosna með það sama. Þess vegna er ráð dagsins frá mér til þín (sem átt við þetta vandamál að stríða) að kaupa þér lásaolíu og ganga með hana á þér. Takk fyrir.

Nú að öðru. Konan er orðin alveg stjörnuvitlaus yfir hýungnum sem vex á hinu misfagra andliti mínu. Málið er nefninlega að eins og svo oft áður þá neita ég að skerða skegg mitt fyrr en Man Utd drullast til að vinna leik. Eins og staðan er núna hef ég ekki rakað mig síðan í fyrra. Síðan þá eru liðin 2 markalaus jafntefli, á móti Arsenal og Burton (já ég veit ha ha Burton).
Ég er svona að vonast til að Man Utd vinni Blackburn í kvöld því mig er farið að klæja ískyggilega í fésið. Ef allt fer vel get ég skafið hýunginn af í kvöld jeeeeeeeessssssss.

Þangað til næst…..

One thought on “Gott ráð

  1. Jæja mannapi… nú er stríð. Ég neita að sofa hjá fyrr en skeggið fer og miðað við gengi þinna manna gerist það ekki fyrr en á næsta ári. Ég skil ekki alveg hvernig skeggvöxtur þinn geti hjálpað einhverjum aulum út í heimi að skora mörk! Held svona frekar að ekkert gott leiði af þessum óbjóði!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s