Græðgi

Nú er Öskudagur að kveldi kominn. Líklega er öskrandi krakki hoppandi í rúminu sínu ennþá klætt sem Sylvía Nótt, Batman eða Hippi og í ofur sykursjokki eftir sníkjur dagsins, í öðru hverju húsi. Þetta er einn af verstu dögunum til að vera að vinna í verslun. Fullt af mismunandi dúllulegum krökkum að sníkja sælgæti fyrir að syngja lítinn lagstúf. Allt frá litlum feimnum mjög svo sætum krílum sem koma með mömmu sinni alveg uppí bólugrafna unglinga sem eru helst til of gamlir fyrir svona lagað en eru drifnir áfram af nammigræðgi til að standa skömmustulegir fyrir framan mann og syngja eitthvað ömurlega ófrumlegt lag.

Í dag sá ég 48 útgáfur af Sylvíu Nótt og heyrði “Til hamingju Ísland” 14 sinnum, misvel sungið. Ég vitna enn og aftur í greinina af Baggalút sem má finna hér fyrir neðan.

Sem betur fer er heilt ár þangað til að þessi dagur rennur upp aftur.

Svo var ég að henda inn nýjum myndum inn á síðuna, þar er meðal annars að finna myndir af nýja hjólinu hans Vigga sem er helvíti glæsilegt á að líta.


Batman út….

þangað til næst…..

5 thoughts on “Græðgi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s