Opið bréf

Þar sem að það virðist vera í tísku að skrifa svona opin bréf á blogginu sínu og rífast við mann og annan að þá verð ég bara að koma með eitt hérna.

Opið bréf til Jóns Frímanns Eiríkssonar.

Kæri herra Jón Frímann

Ég vildi bara benda þér kurteisislega á það að það nennir enginn að lesa blogg um toghlera og botnvörpur til lengdar. Ég held að með tækni google að þá geti hver sá sem hefur áhuga á að fræðast um þessa hluti orðið sér úti um þessar upplýsingar með lítilli fyrirhöfn.
Þér fyrirgefst nú fyrir svona lagað því að ég veit fyrir víst að þú uppgvötvaðir Google fyrir innan við ári síðan.
Ég held að þú ættir að toga þinn þrjóska haus út úr rassgatinu á þér og fara að skrifa eitthvað skemmtilegt… eins og til dæmis að svara þessu bréfi hérna sem undirritaður er að hripa niður og glottir við tönn.
Svo vil ég líka benda þér á að þínar skoðanir eru ekki algildar þó að vissulega eigirðu rétt á að tjá þig eins og hver annar. Skagamenn eru ekki endilega bestir þó svo að þeir hafi unnið einhverja silfurkoppa árið sautjánhundruð og súrkál. Liverpool eru heldur ekki bestir og í guðanna bænum ekki reyna aftur að troðast með eitthvað LFC dót inná mitt heimili þar sem að aðeins eitt fótboltalið frá Englandi er stutt (sjá meðfylgjandi mynd)

Með þessu áframhaldi og þröngsýni þá stefnirðu í að setja íslandsmet í leiðindum þegar þú verður sestur í helgan stein. Ég sé þig fyrir mér sitjandi í ruggustól, japlandi tannlaus á stappaðri kartöflu lemjandi hjúkkur með stafnum þínum fyrir slælega þjónustu og tuðandi um að svona hafi þetta nú ekki verið í þínu ungdæmi.

En batnandi mönnum er best að lifa og ég vona svo innilega að þú hafir það sem allra allra best í framtíðinni því traustari vin er vart að finna fyrir utan ofangreinda galla.

Kveðja, þinn vinur Tómas Freyr Kristjánsson

Þangað til næst…

6 thoughts on “Opið bréf

 1. Tommi minn þú ert ekki í lagi aldurinn greinilega farinn að segja til sín gamli minn Togarar og allt sem þeim fylgir er mjög vinsælt hjá ótrúlegasta fólki, td. hjá Barnalandskonum þar kemur upp togari annan hvern dag að meðaltali og þvílíkir hlerar og troll. Þú gætir nú bent Jóni á þetta! Ps. Er ekki poolarabúningurinn líka rauður???

 2. Ha ha ha ha NÁKVÆMLEGA…. Jón gamli Frímann verður leiðinlegasta gamalmenni sem fyrirfinnst! Hann er alla vega á góðri leið með það…og ekki enn orðinn þrítugur.. þó það nálgist nú óðfluga he he

 3. Hva… Hvað er verið að setja út á þennan sóma mann? Ég skil þetta nú bara ekki alveg :/

 4. Þetta er nú allt í góðu gríni enda Jón algjört eðalmenni. En prófaðu að lesa bloggið hans um toghlera og botnvörpur… zzz zzz zzz geisp

 5. Til Rúnu:
  Elsku Rúna.
  Ég vissi ekki fyrr en nú að þú værir með heimasíðu, vissi ekki að þú ættir barn heldur.
  Til hamingju með það, greinilega nóg catching up to do í júní ;D
  Annars vildi ég vita hvort það væri búið að ræða við þig um að sjá um okkar bekk fyrir reunionið..?
  Gaman að finna fólk svona á netinu 😀 Sérstaklega þar sem ég er “sjómanns”frú..
  Hjertelig hilsen,
  Elsa

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s