Árshátið EJS

Já, ég fór á árshátíð EJS um helgina. Klæddi mig í mitt fínasta púss og hélt ótrauður af stað aleinn, konan lá í flensu heima en ég ákvað að skella mér fyrst að þetta var fríkeypis í boði starfsmannafélagsins.

Þetta var jú ágætt, tillti mér á borð með Ragga og Fríðu og beið glorhungraður eftir matnum. Fljótlega bar þar að ofurölvi manneskju sem hafði líklega fengið sér aðeins og mikið neðan í því. Ofurölvi manneskjan ákvað að tilla sér við hliðina á mér, jú jú það var svo sem í lagi ef hún yrði ekki með læti. Mér varð ekki að ósk minni, fljótlega fóru að berast hin ýmsu tilboð frá ofurölvi manneskjunni um að fara upp á svið að syngja eða að dansa upp á borði osfr, mér til lítillar skemmtunar. Fljótlega uppúr þessu var komið með forréttinn. Ofurölvi manneskjan þurfti mikið að tjá sig um ágæti þessa forrétts og ég held að enginn á borðinu hafi komist þar undan… “Hva ætlaru ekki að borða skelfiskinn þinn???” “Humarinn er æði” og fleiri fleygar setningar fengu að fljóta.
Þá tók við mikil bið eftir aðalréttnum. Þegar hann kom loks á borðið var þegar búið að skenkja ofurölvi manneskjunni 3 sinnum of oft í glasið.
Yfir aðalréttnum héldu fleygu setningarnar áfram að fljúga… “Af hverju er kartaflan ferköntuð??”, “Viltu borða kjötið mitt???” osfr.

Þarna var aðeins farið að fjúka í kallinn enda kominn með hausverk af öllum þessum asnalegu spurningum, það fór nú þannig að maður lét sig bara hverfa áður en eftirrétturinn kom á borðið. Frekar lúmskur á því.

Kíkti svo í afmælið hans Batta eftir þetta og kastaði kveðju á liðið. Fór svo heim í háttinn.

Þangað til næst….

3 thoughts on “Árshátið EJS

  1. Þér er nú ekki voðalega illa við bleiku skyrtuna Tommi minn, Takk fyrir lánið á Kristjáni það er gott að geta æft sig áður/þegar þetta blessaða barnabarn ákveður að koma í heiminn. Kveðjur til sjúttlingsins.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s