Kominn miðvikudagur og kallinn er ekkert búinn að láta í sér heyra… Skelfileg frammistaða alveg hreint.
Ég er búinn að vera að glugga í gamlar bloggfærslur síðan fyrir 2 árum, þegar ég var ennþá í skóla, mér fannst ég sjálfur einhvernveginn vera miklu skemmtilegri þá heldur en nú. Alltaf með eitthvað skemmtilegt blogg og hver færslan á eftir annari sem kitlaði flisstaugarnar.
Núna er maður bara sífellt vælandi um allt og ekkert…
Hvernig ætli standi á þessu??? Ætli þetta sé út af því að það hafði önnur áhrif á mig að vera í skóla heldur en að vera í sömu vinnunni daginn út og daginn inn??? Eða ætli það hafi önnur áhrif á mig að hafa eignast barn og keypt station bíl og íbúð??? Hvað er í gangi???
Hvað hefur breyst???
Tommi þá…
Tommi nú….
Já ég spyr… hvað hefur breyst???
Svör óskast…
Þangað til næst….
YOU ARE GETTING OLD…Þú hefur heyrt það sem sagt er um gamalt fólk, tuðandi allan daginn. Já, held að það sé það sem hefur komið fyrir gamli. Neita að taka þetta á mig og Kristján krútt, við erum bæði æði he he.
Æi kommon ég er ekkert svo gamall… eða er það?
ég er í tilvistarkreppu
Styttist í fertugsaldurinn!!!!!
hehe…..menn eru að verða huuundgamlir, meirir og farnir að tala um bleyjur og barnamat. Það er af sem áður var, humm ha?
þú ert alveg eins bara flottari
Ég er alveg viss um að station bíllinn geri mann súrann 🙂
Andaðu rólega, það eru enn einhverjir sjö mánuðir í þrítugsafmælið.
Breyting til batnaðar!