Slóði

Nú er svo komið að ég er búinn að gera kerlinguna alveg snælduvitlausa. Ekki þykir það nú vænlegt til árangurs þannig að eitthvað þarf maður að gera til að græja þetta.
Þannig er mál með vexti að nú er vorið komið í sinni fínustu mynd með tilheyrandi fótboltaveseni, mótorhjólaveseni sem bætist ofaná mitt venjulega daglega vesen… þ.e. tölvuvesen og vinnuvesen. Konunni minni sætu finnst of mikill tími fara í þessi svokölluðu áhugamál mín og of lítill tími fara í að sinna konu, barni og búi. T.d. um helgina fór ég á mótorhjól á föstudagskvöldið, vinna á laugardeginum og mótorhjól eftir vinnu, sunnudagur var hvíldardagur og 1 maí var hópkeyrsla sniglanna og ekki mátti maður missa af því.. Sjálfur snigill nr 1187 eða hvað það var nú… þannig að lítill sem enginn tími gafst fyrir konuna að líta í bók… og hún sem er á fullu í prófum þessa dagana. Eitthvað þarf maður að taka sig á núna og gefa henni allan þann tíma sem hún þarf, það þýðir eftirfarandi fyrir mig:

Ekkert FM
Lítið sem ekkert mótorhjól
Lítill sem enginn fótbolti
og mjög svo takmarkaður tími í tölvunni.

Þetta þarf að vera svona næstu 2 vikurnar og svo förum við til Mallorca.

Þannig að Rúna mín…. Ég skal taka mig á.

Þangað til næst…..

4 thoughts on “Slóði

  1. Það er eins gott Tommi minn að taka sig á eða gleimdurðu að nefna HM þegar þú kemur til baka?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s